Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Mikilvægt að gleyma tímanum og símanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir starfar sem ljósmóðir en segir áhugann á starfinu hafa kviknað í sveitaheimsókn þegar hún sá afkvæmi í fyrsta skipti koma í heiminn.

„Ég var í heimsókn í sveit hjá langömmusystur minni þegar ég sá lamb fæðast. Frænka mín aðstoðaði kindina við að koma lambinu í heiminn og mér fannst þetta magnað.”

„Þetta var mín fyrsta upplifun af því að sjá afkvæmi fæðast og ég er viss um að það kviknaði á einhverjum ljósmóðurfrumum inni í mér við sauðburðinn.”

„Ég var samt ekki ákveðin í að verða ljósmóðir fyrr en ég var á þriðja árinu mínu í hjúkrun. Þá var ég í verknámi á fæðingardeild fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri og ljósmæðurnar þar leyfðu mér að fylgjast með fæðingu. Eftir að ég gekk út af spítalanum eftir að hafa séð þessa fyrstu fæðingu þá vissi ég að það væri ekki aftur snúið, ég vissi hvað ég vildi verða, ég ætlaði að verða ljósmóðir.”
Ingibjörg segir ljósmóðurstarfið ákaflega fjölbreytt. „Margir halda að ljósmæður séu eingöngu í því að taka á móti börnum en raunin er sú að þær sinna líka konum og fjölskyldum á meðgöngu, í sængurlegu og ungbarnavernd. Ljósmæður sinna einnig allskyns fræðslu og forvarnarstarfi sem kemur að heilsu kvenna, barna og fjölskyldunnar í heild.
Órjúfanleg tengsl verða til á fyrstu mínútunum eftir að barn fæðist og mikilvægt er að aðskilja ekki foreldra og barn nema þörf þykir. Ingibjörg segir mikilvægt að foreldrarnir gleymi tímanum og símanum og njóti þess að skoða og kynnast barninu sínu fyrstu klukkustundirnar og njóti stundarinnar.

„Þetta er mögnuð stund sem kemur ekki aftur.”

Það er gott er að minna sig á að hver og ein fæðing er einstök og upplifun kvenna af fæðingu er líka mismunandi. Að koma barni í heiminn er erfitt en erfitt á jákvæðan hátt og erfiðleikarnir breytast yfirleitt í þína stærstu og fallegustu stund sem þú munt muna um ókomna tíð, augnablikið sem þú varðst mamma.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -