Föstudagur 19. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Olga Steinunn látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu við krabbamein sem hún greindist með árið 2013. Hún deildi reynslu sinni í viðtali við Vikuna árið 2017 og sýndi óhrædd örið eftir brjóstnámið á forsíðu blaðsins.

 

„Tilhugsunin um að missa brjóstið var mér í fyrstu mjög erfið,“ sagði Olga Steinunn forsíðuviðtali í 2. tbl. Vikunnar 2017 þar sem hún lýsti reynslu sinni af miklu æðruleysi. „Mér fannst ég hafa misst kvenleika. Brjóstin gera okkur að konum, skilja okkur frá karlmönnum. En þegar brjóstið var farið var ég í sjálfu sér bara fegin. Ánægð með að nú var meinið farið.“

Í stað þess að fara í uppbyggingu á brjóstinu brá hún á það ráð að láta tattúvera yfir örið. „Ég skammast mín ekkert fyrir þetta og þessi reynsla sem ég hef er orðin svo stór hluti af mér og þeirri persónu sem ég er í dag. Ég veit að það er mikið mál fyrir margar konur í sömu stöðu að fara í sund. Mér finnst það allt í lagi og ef einhver krakki stendur og horfir eða spyr hvað hafi gerst, svara ég bara: „Brjóstið mitt var veikt og þess vegna þurfti að taka það.“ Fyrir flest börn er það nóg og þau segja: „Já, er það. Mamma réttu mér sjampóið.““

Olga heillaði alla á ritstjórn Vikunnar með hispurleysi sínu og yfirvegun. Hún lætur eftir sig eiginmann, Gísla Álfgeirsson, og þrjú börn. Ritstjórn Vikunnar sendir þeim og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Olga Steinunn var á forsíðu 2. tölublaðs Vikunnar 2017.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -