Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sex sekúndur sem geta breytt sambandinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Sara Dögg Eiríksdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Samskiptastöðinni.

Gefðu ást og umhyggju á aðventu.

Við könnumst öll við það að vera upptekin og stundum er lítill tími og orka eftir til að sinna sambandinu í dagsins önn. En áttu sex sekúndur til aflögu daglega?

Svarið er sennilega já hjá flestum. Ég er að tala um sex sekúndna kossinn (Gottman). Að gefa ykkur sex sekúndur til að kyssast og já, það verður að vera í heilar sex sekúndur og ekki endilega franskur en það má!

Þú hugsar kannski, en við kyssumst oft á dag en ef þú spáir í því þá endast svona litlir kossar hér og þar bara í um 1-2 sekúndur og þótt að það sé auðvitað frábært líka þá virka þeir ekki eins og lengri kossar. Það er eitthvað sem gerist í líkamanum með því að kyssast í sex sekúndur.

Þetta er lengri tími en maður heldur (gott er að telja í huganum til að byrja með) en bara á þessum stutta tíma finnur þú betri og dýpri tengingu við maka þinn og líkami ykkar beggja slakar á. Ég mæli með að þið prófið að taka þessar 6 sekúndur á dag í mánuð (helst lengur) og sjáið hvað gerist.

- Auglýsing -

Þetta virkar líka með faðmlag fyrir pör og ekki síst fyrir börn, ég mæli með því að þið takið börnin ykkar eða maka í sex sekúndur á dag og knúsið. Það sama gerist, tengingin verður dýpri og þið slakið á, ótrúlegt en satt og bara á þessum sex sekúndum daglega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -