Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Sigríður var greind 38 ára með endómetríósu: „Greiningin tók 26 ár, brá þegar ég heyrði hana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hún hefur átt við ofurefli að etja en engu að síður barist. Barist fyrir heilsu sinni í 26 ár, barist við dreka hins íslenska heilbrigðiskerfis, læknana, þar sem hún tapaði hverri orrustunni á fætur annarri. Stundum var hún við það að gefast upp og stundum tók hún sér hlé til þess að hafa krafta í næsta slag. Að lokum sá hún ekki fram á að fá úrlausn sinna mála hérlendis og tók þá á það ráð að leita lækna í Evrópu sem gætu kannast við einkenni hennar og hjálpað henni að ná heilsu á ný. Sigríður Halla Magnúsdóttir segir hér af veikindum sínum, þrautagöngunni og loks frelsinu sem fylgdi betri heilsu.

„Ég var 38 ára gömul þegar ég var greind með endómetríósu. Greiningin tók 26 ár. Mér brá þegar ég heyrði hana því það eina sem ég vissi um endómetríósu var ófrjósemi, en ég átti tvö börn. Ég hafði þó verið að glíma við ýmsa kvilla frá unglingsaldri án þess að fá nokkur svör við þeim. Frá því ég byrjaði á blæðingum fékk ég alveg skelfilega túrverki frá baki og niður fætur. Suma daga komst ég ekki fram úr rúminu vegna verkja og orkuleysið var algjört á meðan blæðingum stóð en þetta átti allt að vera eðlilegt, svo ég beit bara á jaxlinn. Verkirnir minnkuðu eftir að ég átti dóttur mína en fóru svo aftur að versna og urðu enn verri en áður. Ég skrifaði það á lágan sársaukaþröskuld og gætti þess að skipuleggja dagana í kringum blæðingar þannig að ég gæti verið rúmliggjandi. Aftur löguðust verkirnir eftir að ég átti son minn en eins og áður aðeins í stuttan tíma og enn versnuðu þeir,“ segir Sigríður Halla og hristir höfuðið. „Í ofanálag fór að bera á öðrum kvillum, ég var farin að fá mígrenisköst, finna fyrir svima, ógleði og meltingartruflununum. Fæðuóþol hrjáði mig, ég fékk stingandi sársauka í mjaðmirnar, vondan hjartslátt, hárlos, óútskýranlegt þyngdartap og mikið gróðurofnæmi. Ég var farin að ganga á milli lækna með þessi einkenni en fékk engin svör önnur en að ég væri með lágan sársaukaþröskuld, vefjagigt og því gaukað að mér hvort það gæti ekki verið að ég væri svolítið hysterísk. Ég var vitaskuld ekki sátt við þessar greiningar enda héldu einkennin áfram en hvað gat ég gert? Jú, ég gaf læknum pásu frá mér og reyndi að vinna í kringum kvillana, en ég vann í hótel- og veitingageiranum.“

Lestu viðtalið við Sigríði Höllu í Vikunni sem fæst á næsta blaðsölustað eða í áskrift.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -