Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sigríður var undirlögð af endómetríósu: Fór í flókna aðgerð í miðjum heimsfaraldri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hún hefur átt við ofurefli að etja en engu að síður barist. Barist fyrir heilsu sinni í 26 ár, barist við dreka hins íslenska heilbrigðiskerfis, læknana, þar sem hún tapaði hverri orrustunni á fætur annarri. Stundum var hún við það að gefast upp og stundum tók hún sér hlé til þess að hafa krafta í næsta slag. Að lokum sá hún ekki fram á að fá úrlausn sinna mála hérlendis og tók þá á það ráð að leita lækna í Evrópu sem gætu kannast við einkenni hennar og hjálpað henni að ná heilsu á ný. Sigríður Halla Magnúsdóttir segir hér af veikindum sínum, þrautagöngunni og loks frelsinu sem fylgdi betri heilsu.

„Ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að fara í erfitt ferðalag og flókna aðgerð í miðjum heimsfaraldri og í ókunnugu landi til að eiga einhverja von um að ná andanum aftur, geta farið í sturtu án þess að þurfa að hvíla mig og geta dregið djúpt andann án þess að hósta upp blóðugu slími en það var ekkert annað í boði.“

Sigríður Halla átti bókaðan tíma í aðgerð á Provita-spítalanum í Rúmeníu 19. janúar 2021. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að fara í erfitt ferðalag og flókna aðgerð í miðjum heimsfaraldri og í ókunnugu landi til að eiga einhverja von um að ná andanum aftur, geta farið í sturtu án þess að þurfa að hvíla mig og geta dregið djúpt andann án þess að hósta upp blóðugu slími en það var ekkert annað í boði. Jafnvel þótt einhver læknir hér heima hefði stigið fram á þessum tímapunkti og boðist til að framkvæma þessar aðgerðir þá gat ég ekki lengur treyst því að ég fengi þá læknisþjónustu sem ég þurfti á að halda á Íslandi. Ég fékk ekki svar við því af hverju ég hef ekki getað andað eðlilega síðan haustið 2018 fyrr en ég leitaði út fyrir landið.

Ég var svo mætt klukkan 7 á mánudagsmorgni á Provita-spítalann í COVID-próf, blóðprufur og í viðtal hjá svæfingalækni. Það var alls ekki gott viðmót sem mætti okkur á spítalanum til að byrja með og ekki skánaði það þegar okkur var sagt að ég þyrfti að vera ein, að maðurinn minn mætti ekki heimsækja mig en við vorum búin að fá staðfest að hann fengi að vera hjá mér allan tímann. Ég var við það að hætta við þetta allt saman, við upplifðum mikla óreiðu í móttökunni og í sannleika sagt var þetta ekki mjög traustvekjandi. Það skánaði samt þegar ég hitti lækninn, hann útskýrði að það væri ekki mikið pláss á spítalanum þar sem allir sem þyrftu á aðgerð að halda veldu að fara á einkarekna spítala, sem væru lausir við COVID-smit. Eftir þennan erfiða dag tók við versta hreinsun allra tíma, ég á engin orð yfir hana. Öll næring og allur vökvi fór úr mér.“

Lestu viðtalið við Sigríði Höllu í Vikunni sem fæst á næsta blaðsölustað eða í áskrift.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -