Bananabrauð með trönuberjum og valhnetum
220 g hveiti
100 g möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 tsk. kanill
1 ½ dl olía
1 dl púðursykur
1 ½ dl hlynsíróp
1 ½ tsk. vanilla
3 egg
3 meðalstórir bananar, maukaðir
1 ½ dl valhnetur, saxaðar
1 dl þurrkuð trönuber, söxuð
1 dl sólblómafræ, ristuð (má sleppa að rista en gerir gott bragð)
Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið stórt formkökuform með smjöri. Blandið hveiti, lyftidufti, kanil og salti saman. Setjið til hliðar. Í stærri skál, hrærið olíu, sírópi og vanillu saman og einu eggi í einu. Blandið bönununum saman við með sleif ásamt hveitinu. Setjið að lokum hnetur, trönuber og fræ saman við. Setjið blönduna formið. Bakið í 55-60 mín., takið úr ofninum og látið brauðið kólna aðeins áður en það er losað úr forminu.