Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Biscotti með trönuberjum, pistasíuhnetum og hvítu súkkulaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trönuber eru ekki bara mjög holl og góð fyrir okkur heldur eru þau líka alveg ómótstæðilega falleg.

 

Fersk trönuber fást víða í matvörubúðum þessa dagana og það er um að gera að prófa að nota þau í matargerð. Fersk trönuber þarf að matreiða, þau eru ekki mjög góð „eins og þau koma af kúnni“ en aftur á móti eru þau óskaplega falleg og tilvalin til þess að nota í skreytingar eins og við gerum hér. Þurrkuð trönuber eru bæði gott snarl til þess að grípa í og frábært hráefni í kökur og mat.

Biscotti með trönuberjum, pistasíuhnetum og hvítu súkkulaði

18-20 stk.

120 g smjör, mjúkt
2 ½ dl sykur
börkur af 1 appelsínu
2 stór egg
4 dl hveiti
1 dl maizena-mjöl
1 ½ tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
safi úr 1/2 appelsínu
85 g þurrkuð trönuber (1 poki)
50 g pistasíuhnetur, gróft skornar
100 g hvítt súkkulaði, saxað gróft

Stillið ofninn á 175°C. Setjið smjör, sykur og appelsínubörk saman í hrærivélarskál og hrærið vel saman, það er gott að stoppa vélina annað slagið og losa um með sleikju svo að allt blandist vel. Bætið eggjum út í, einu í einu, hrærið vel á milli. Hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós.

- Auglýsing -

Setjið hveiti, maizena-mjöl, lyftiduft og salt saman í aðra skál, blandið vel saman, setjið þetta út í hrærivélarskálina og hrærið á hægum hraða þar til allt er vel samlagað. Setjið appelsínusafa saman við. Bætið hveiti út í ef deigið er of blautt, það á að vera klístrað en nokkuð stíft. Bætið hnetum og súkkulaði út í deigið.

Stráið hveiti á borð og veltið deiginu létt upp úr því þannig að auðvelt sé að eiga við það. Setjið deigið á ofnplötu með bökunarpappír og mótið hleif sem er u.þ.b. 3-4 cm þykkur. Bakið í 20-25 mín. eða þar til hleifurinn er bakaður í miðjunni,  best er að finna það með því að ýta létt með fingrunum í miðjuna. Takið plötuna úr ofninum og látið kólna. Lækkið hitann niður í 160°C.

Skerið lengjurnar varlega í u.þ.b. 1,5-2 cm þykkar sneiðar, raðið þeim á bökunarpappír á ofnplötu og bakið á hvorri hlið í 5-7 mín. Fylgist með svo að sneiðarnar verði ekki of dökkar, þær eiga aðeins að þorna og brúnast lítillega. Látið kólna alveg og geymið í lokuðu boxi.

- Auglýsing -

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -