Laugardagur 25. maí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Geggjaður nauta-fillet hamborgarasamloka sem gælir við bragðlaukana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hamborgarar eru vinsælir á grillið og þótt úti sé kannski ekki mjög heitt þá er alveg kominn tími til að grilla eitthvað gott. Hér er afar sniðug og svolítið örðuvísi uppskrift að hamborgara. Í stað hefðbundins nautahakks er notað nauta-fillet sem skorið er í þunnar sneiðar og í raun má segja að hamborgarinn sé meira svona hamborgara samloka.

 

Nautakjötsborgari með tómatasalati og kókossósu
4 borgarar

1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 rauður chili-pipar, saxaður
salt og svartur pipar,
1 dl sojasósa
safi úr 1 sítrónu
300 g nauta-fillet, skorið í þunnar sneiðar og lamið með buffhamri (eða því barefli sem höndum er næst)
olía til steikingar

Blandið saman hvítlauk, chili-pipar, salti, pipar, sojasósu og sítrónusafa og setjið í grunnan bakka. Grillið kjötið í stuttan tíma á hvorri hlið. Passið að elda það ekki of mikið. Setjið það svo í maríneringuna og látið vera þar í 30 mín.

Ofan á:
klettasalat, agúrka og radísur

Kókossósa:
4 msk. kókosmjöl
1 dl möndlur (lagðar í bleyti yfir nótt)
1 msk. ólífuolía
1 1/2 dl vatn (má bæta við meiru ef þarf)
1 tsk. salt

- Auglýsing -

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið niður. Það má bæta við vatni ef sósan er of þykk.

Meðlæti:
Gróft tómatasalat:
5 tómatar, skornir gróft niður
1 rauður chili-pipar, saxaður
1/2 rauðlaukur
1/2 búnt kóríander, skorið niður
2 msk. ólífuolía
salt og svartur pipar eftir smekk

Blandið öllu saman í skál og látið standa í minnst 30 mín. þar til allt er vel samlagað.

- Auglýsing -

Uppskrift/Gunnar Helgi Guðjónsson
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Ernir Eyjólfsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -