Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Gómsætur grænmetisborgari með fetaostakremi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér kemur uppskrift að gómsætum grænmetisborgara mep fetaostakremi.

 

Grænmetisborgari með fetaostkremi
6 stk.

Þessir hamborgarar eru tilvaldir í frystinn og eru einnig góðir sem buff með fersku salati, hrísgrjónum og góðri sósu.

2 ½ dl haframjöl
1 stór sæt kartafla, soðin eða bökuð í ofni
1 dós kjúklingabaunir
1 lítill rauðlaukur, saxaður
2 stilkar sellerí, smátt skornir
olía til steikingar
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk. hvítlauksduft
½  tsk. cayenne-pipar
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1 egg

Setjið haframjöl í matvinnsluvél og malið það þannig að það líkist grófu heilhveiti, setjið í skál. Skafið innan úr kartöflunni og maukið vel í matvinnsluvélinni, bætið maukinu saman við haframjölið. Skolið kjúklingabaunir vel, setjið í vélina og hakkið þær, ekki of mikið, við viljum hafa þær nokkuð gróft hakkaðar.

Blandið saman við haframjölið og kartöfluna. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og sellerí þar til það er mjúkt. Bætið hvítlauk saman við og steikið í nokkrar mínútur. Bætið grænmetinu saman við baunablönduna ásamt kryddinu og bragðbætið með salti og pipar áður en egginu er bætt út í (ef blandan er of blaut má bæta haframjöli saman við). Látið standa í kæli í a.m.k. 30 mín. Mótið hamborgara og steikið á heitri pönnu eða grilli þar til þeir hafa tekið fallegan lit og eru heitir í gegn. Það er líka tilvalið að klára að elda borgarana í 180°C heitum ofni í 10 mín. Berið fram með hamborgarabrauði, fetaostkremi, grillaðri lauksneið og fersku grænmeti að vild.

Fetaostmauk:

200 g hreinn fetaostur
50 g rjómaostur
nefafylli ferskar kryddjurtir, t.d. kóríander og minta
1 hvítlauksgeiri, pressaður
rifinn börkur af 1 sítrónu
3 msk. grísk jógúrt

- Auglýsing -

Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið vel saman.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -