Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Íslenska kokkalandsliðið hreppir gull á Ólympíuleikunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska kokkalandsliðið hlaut í dag gull í keppnisliðnum „Chefs table“ á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem nú standa yfir í Stuttgart.

 

Sjá einnig: Þjálfari kokklandsliðsins: „Við setjum markið hátt.“

„Við vorum að vinna með mikið af íslensku hráefni; hörpuskel, gæs, reykt ýsa, bleikja, Nordic wasabi, lamb og skyr. Dagurinn gekk mjög vel og allir einbeittir og glaðir í undirbúningi og service,“ sagði í Facebook-færslu að keppnisdegi loknum og íslenski hópurinn var að vonum hæstánægður með fregnirnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

„Chef´s table“ er hluti af Ólympíuleikunum í matreiðslu þar sem alls keppa 32 þjóðir. Á morgun verður keppt í heitum réttum en þá verður eldað fyrir 110 manns og hefst maturinn kl.18 að íslenskum tíma.

Mest er hægt að fá 100 stig fyrir einstakan lið í keppninni og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð getur því fengið gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli. Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni.

VIÐ VORUM RÉTT Í ÞESSU AÐ FÁ ÞÆR FRÉTTIR AÐ VIÐ FENGUM GULL FYRIR FRAMMISTÖÐU OKKAR Í GÆR!!! 🇮🇸🏅

Posted by Kokkalandsliðið on Sunnudagur, 16. febrúar 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -