Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Kanntu vín að kæla?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hitastig víns skipitir sköpum og nauðsynlegt er að hafa það sem réttast til að njóta vínsins sem best.

 

Of heitt rauðvín missir lykt og bragðefni útí andrúmslofti, of kalt hvítvín deyfir að mestu bragðlaukana. Menn eru sammála um að kjör hitastig sé 16-18C° fyrir rauðvín og 10-12C° fyrir hvítvínin, 8-10C° fyrir freyðivín. Margir halda að rauðvín eigi að vera við stofuhita sem er hér á landi um 25°C en er mikill misskilningur. Sömuleiðis verður að hafa í huga að vínskápur er best stilltur á um 15°C fyrir öll vínin, sem þýðir að rauðvín verður að fá svolítinn tíma til að ná réttu hitastigi og hvítvín og freyðivín þurfa að fara í kæli.

Það er hægt að fara nokkrar leiðir til að kæla vín. Ágætt er að hafa við höndina hitamæli því til að byrja með virðist rauðvín verulega „kalt“ við 16°C en ekki gleyma að það mun hækka um 1°C á 10 mínútna fresti þegar vín er borið á borð.

Kæling inni í ísskáp: Miðað við að hitastigið í ísskápnum sé í kringum 4-5°C tekur það um það bil 20 mínútur að kæla rauðvín sem er við stofuhita niður undir 20°C.

Kæling í fötu: Sennilega er þetta besta leiðin, einfaldlega láta renna kalt vatn í fötuna og setja 3-4 klakka úti – vínið verður komið niður í rétt hitastig eftir 10 mínútur.

Margir halda að rauðvín eigi að vera við stofuhita sem er hér á landi um 25°C en er mikill misskilningur.

Sokkaaðferðin: Mjög einföld leið, sokkurinn er í raun sérstakar umbúðir oftast með geli sem helst frosið í góðan tíma, en mikilvægt er að fylgjast vel með hitastiginu á víninu. Það er mest notað til að halda hvítvíni köldu en er gott til að kæla rauðvín.

- Auglýsing -

Hitamæling: Til eru margar tegundir af hitamælum sem henta vel til að fylgjast með hitastigi vína. Betra er að nota mæli sem mælir hitann í víninu sjálfu en ekki hitann utan á flöskunni eins og mælarnir sem hægt er að smella utan á flöskuna gera en þeir eru afar ónákvæmir. Best er að nota infrarauðan mæli sem mælir vökvann án þess að snerta hann. Fljótlega kemst fólk upp á lagið sjálft og fær tilfinningu fyrir réttu hitastigi og þá verða mælarnir óþarfir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -