Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Pasta með kjúklingabaunum og rósmarín-hvítlauksolíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pasta e ceci er klassískur ítalskur pastaréttur sem á uppruna sinn að rekja til Rómar. Ef til er skorpa af parmesanosti er gott að setja hana út í pottinn og sjóða með baununum. Einnig má nota kjúklingasoð í staðs vatns ef það er við höndina.

Pasta e ceci
Pasta með kjúklingabaunum og rósmarín-hvítlauksolíu

2 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar, saxaðir eða ýtt í gegnum pressu
4 msk. tómatpúrra
1 tsk. salt, eða meira ef þarf
¼ tsk. chili-flögur
1 dós (400 g) kjúklingabaunir
500 ml vatn (eða kjúklingasoð)
300 g smátt pasta, t.d. macaroni, ditalini eða gnocchi (því minna því betra)
fersk söxuð steinselja, til skrauts

Hitið ólífuolíuna í stórum potti yfir meðalháum hita og steikið laukinn upp úr olíunni þar til hann er orðinn glær og mjúkur, u.þ.b. 5-8 mín. Bætið hvítlauknum saman við og steikið í hálfa mín., gætið að því að hvítlaukurinn fari ekki að brúnast og brenna við. Bætið tómatpúrrunni, saltinu og chili-flögunum saman við og hrærið öllu saman. Hellið vökvanum frá baununum, skolið og bætið þeim út á pönnuna. Hellið 500 ml af vatni á pönnuna. Látið allt malla saman í 10-15 mínútur. Ef blandan virðist þurr eða vökvalítil er gott að hræra smávegis tómatpúrru við 1-2 dl af vatni og bæta við í pottinn.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Takið bolla af pastavatni og setjið til hliðar. Hellið vatninu frá pastanu og bætið pastanu út á pönnuna. Veltið því upp úr baunasósunni og bætið við pastavatni ef pastað er of þurrt og sósan ekki nógu laus í sér til að þekja pastað. Sáldrið saxaðri steinselju yfir. Berið fram með rósmarín-hvítlauksolíu og rifnum parmesanosti.

Rósmarín-hvítlauksolía:
1 dl ólífuolía
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt eða ýtt í gegnum pressu
2 msk. ferskt rósmarín saxað

Hitið ólífuolíuna í litlum potti yfir meðalháum hita. Bætið söxuðum hvítlauk og rósmaríni út í pottinn og eldið í 1 mín. Takið af hitanum og berið fram með pastanu.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Folda Guðlaugsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -