Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Stærsta og flottasta skötuhlaðborð norðan Alpafjalla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grand Hótel Reykjavík heldur alvöru skötuveislu á Þorláksmessu. Veislustjórar verða Jóhannes Kristjánsson og Guðni Ágústsson, eftirherman og orginalinn. Borðhald stendur yfir frá 12:00-14:00.

Kæst vestfirsk skata, smáskata, saltfiskur, reykt og nætursöltuð ýsa, skötustappa, plokkfiskur, síld, hnoðmör, kartöflur, rófur, gulrætur, brætt smjör og hamsatólg. Soðkökur, rúgbrauð, laufabrauð og nóg af íslensku smjöri ásamt glæsilegum eftirréttum er dæmi um það sem má finna á veglegu hlaðborðinu,

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari er alvanur skötunni enda búinn að reiða fram skötu í yfir 30 ár, þar af síðust þrjú ár á hinu einstaka hlaðborði á Grand Hótel Reykjavík.

„Stærsta og flottasta skötuhlaðborð norðan Alpafjalla og sunnan Mississippi. Allar gerðir og stærðir og allt sem tengist þessum Þorláksmessurétti, saltfiskur, reykt ýsa, plokkfiskur o.s.frv. Svo verðum við með mismunandi styrkleika af skötu,“ segir Úlfar. Hann segir fólk á öllum aldri koma á skötuhlaðborðið og heilu fjölskyldunnar koma gjarnan saman og gera sér glaðan dag.

Áhugasamir geta keypt miða á skötuveislu Grand Hótel á vef Íslandshótela.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -