Fimmtudagur 18. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Hjarta staðarins er víngeymslan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vínkompan á Reykjavík Meat grípur forvitin augu þegar inn á staðinn er komið. Óhætt er að segja að hjarta staðarins sé víngeymslan þar sem finna má allt að 90 tegundir rauðvína og hátt í 500 flöskur.

Á fjölbreyttum vínseðli Reykjavík Meat má aðallega finna frönsk, ítölsk og bandarísk vín. Þar að auki leynast þar líka vín frá Spáni, Argentínu, Chile, Suður-Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Portúgal. Toppurinn með fitumiklum steikum, til dæmi Sashi og Ribeye-steikum, eru þroskuð Bordeaux-vínin.

Mynd / Reykjavik Meat

Veitingastaðurinn flytur inn vín frá bandaríska vínframleiðandanum Frank Family sem henta einstaklega vel með steikunum á staðnum. Forsvarsmenn staðarins fara regluelga í ferðir til framleiðandans til að velja hvaða vín passa best með matnum sem á matseðlinum er.

Á Reykjavík Meat er lögð áhersla á að verðleggja vínflöskur ekki of hátt. Þá eru gestir hvattir til að hvetja eitthvað nýtt vín og fara þannig út fyrir þægindarammann.

Kælikerfi veitingastaðarins sér til þess að flöskurnar haldast svalar þannig að vínið sé borið fram við rétt hitastig. Þá er mikil áhersla lögð á að starfsfólkið viti mikið um öll vínin sem í boði eru, þar meðtalið hinar glæsilegu stóru vínflöskur Magnum (1,5 l), Double Magnum (3 l) og Mckenzie (5 l) sem gaman er að panta fyrir hópa því oft er vínið bragðmeira og kröftugra í stærri flöskunum heldur en þeim minni.

Mynd / Reykjavik Meat

Ef dýpri pælingar myndast varðandi vínin þá eru margir flottir faglærðir framreiðslumenn á gólfinu hjá okkur sem hafa djúpa vitneskju um öll vínin okkar. Þau munu ýta ykkur á framandi slóðir eða beint inn í gamla heiminn og fá að njóta flottra og glæsilegra vína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -