Miðvikudagur 27. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Suðrænn og sumarlegur pottréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pottréttir eru afslappandi matur og því tilvaldir á sælum sumardögum. Þetta er kjarngóður matur og laus við allt tilstand – þarf bara svolítinn tíma til þess að malla. Hér er einn ferskur og fljótlegur sem óhætt er að mæla með.

Kjúklinga-chili með sætum kartöflum og rófum
fyrir 4-6

Af einhverjum ástæðum getur verið erfitt að nálgast kjúklinga- eða kalkúnahakk í verslunum. Stundum fæst það frosið en það er því miður ekki hægt að ganga að því vísu. Auðvelt er að útbúa kjúklingahakk úr úrbeinuðum kjúklingalærum með því að nota matvinnsluvél. Setjið 2-3 læri í einu í vélina og látið hana ganga í nokkrum slögum þar til kjötið er hakkað, gætið þess bara að hakka það ekki of mikið því þá verður kjötið að farsi. Best er að nota úrbeinuð læri þar sem svolítið af fitu fylgir með, öfugt við bringur sem eru mjög fitulitlar.

2-3 msk. olía, til steikingar
1 laukur, saxaður smátt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
u.þ.b. 700 g kjúklinga- eða kalkúnahakk
½ sæt kartafla, skorin í nokkuð litla bita
1 lítil gulrófa, skorin í nokkuð litla bita
2 tsk. chili-duft
2 tsk. cumin-duft
2 tsk. paprikuduft (gott að nota 1 tsk. af venjulegu og 1 af reyktri papriku)
½ tsk. kanill
1 dós hakkaðir tómatar
2-3 dl kjúklingasoð (eða vatn og kraftur)
u.þ.b. 2 dl maískorn, gott að nota frosin
1 dós cannelini-baunir
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
börkur og safi af 1 límónu
ferskur kóríander

Hitið olíu á pönnu eða í potti og steikið lauk þar til hann fer að mýkjast. Setjið hvítlauk saman við og steikið áfram í nokkrar mín. Bætið hakki út í og steikið þar til það er brúnað. Setjið þá sætu kartöflu- og rófubitana saman við og steikið í nokkrar mín. ásamt kryddi. Bætið tómötum út í, skolið úr dósinni með u.þ.b. 2-3 dl af kjúklingasoði eða vatni (og bætið þá krafti saman við vatnið). Látið þetta malla saman undir loki við vægan hita í 20-30 mín. eða þar til grænmetið er farið mýkjast, bætið baunum saman við og eldið áfram í u.þ.b. 10 mín. Bragðbætið með límónuberki og safa eftir smekk og salti og pipar ef þarf. Dreifið vel af ferskum kóríander yfir þegar rétturinn er borinn fram með nachos-flögum, sýrðum rjóma og lárperu.

Chili-fróðleikur
Chili-aldin eru missterk og það er alltaf góð regla að athuga hversu sterk þau eru áður en þeim er bætt út í matinn. Gott ráð er að snerta smábita með tungunni og finna þannig hvort tiltekið aldin er sterkt eða dauft. Of sterkt aldin getur auðveldlega eyðilagt máltíðina og því um að gera að stilla magnið af miðað við hráefnið sem þið hafið í höndunum. Með því að hreinsa burtu fræ og hvíta hlutann innan í aldininu er hægt að milda bragðið verulega. Það fer því eftir því hversu sterkan mat fólk vill borða hversu mikill hluti af chili-aldininu er notaður.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -