Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hrikalega gott og fljótlegt: Tíramísú á 15 mínútum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stundum er ekki nauðsynlegt að standa fyrir framan hrærivélina tímunum til að leggja eftirrétt á borðið. Margir hafa nauman tíma til stefnu eða vilja verja honum í annað. Hér er geggjað tíramísú sem hægt er að gera á aðeins 15 mínútum.

 

Skyndi-tíramísú

fyrir 4

2 dl heitt uppáhellt kaffi
2 msk. sykur
3 msk. romm eða marsala-vín, má sleppa
500 g mascarpone-ostur
150 g niðursoðin mjólk (sweetened condensend milk)
1½ tsk. vanilludropar
4-8 fingrakökur, skornar í tvennt
kakó, til að sáldra yfir réttinn

Hrærið saman sykur og kaffi þar til sykurinn leysist upp, setjið til hliðar og látið kólna aðeins. Hrærið rommið saman við ef notað. Þeytið saman mascarpone-ost, niðursoðna mjólk og vanilludropa. Dýfið fingrakökunum ofan í kaffiblönduna. Leggið fingrakökurnar ofan í fjórar skálar eða glös, skiptið ostablöndunni á milli glasa og sáldrið kakódufti yfir, endurtakið til að búa til tvær hæðir.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -