Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Meinta hryðjuverkamáĺið: „Mat geðlæknis að sak­born­ing­arn­ir tveir séu ekki hættu­leg­ir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögmaður ann­ars manns­ins sem grunaður er um skipu­lagn­ingu hryðju­verka hér á landi, Sveinn Andri Sveins­son, telur breytt­ar for­send­ur fyr­ir gæslu­v­arðhald í kjöl­far mats geðlækn­is á mönn­un­um.

Þetta kemur fram á mbl.is.

Segir Sveinn Andri menn­ina hafa fyrst verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald vegna rann­sókn­ar­hags­muna; síðar á grund­velli al­manna­hags­muna:

Sveinn Andri Sveinsson.

„Þá lá til grund­vall­ar þeim úr­sk­urði héraðsdóms og lands­rétt­ar hættumat sem grein­inga­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði unnið. Al­mennt í svona grein­ing­um er stór þátt­ur mat á geðrænu ástandi en það hafði ekki farið fram.

Geðlækn­ir var dóm­kvadd­ur til að leggja mat á sak­born­inga. Hann skilaði niður­stöðum í fyrra­dag. Það er hans mat að sak­born­ing­arn­ir tveir séu ekki hættu­leg­ir, hvorki sjálf­um sér né öðrum ein­stak­ling­um eða hóp­um,“ seg­ir Sveinn Andri og bætir við að hættumat grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar byggji á ákveðnum stöðlum; þar sem merkt er í box; það sé alltaf mats­kennt og inn í þá grein­ingu vanti mat á and­legu ástandi, en nú ligg­ur það fyr­ir:

„Þetta ætti að leiða til þess að dóm­ari vindi ofan af þessu hættumati lög­regl­unn­ar.“

- Auglýsing -

Í dag verður tekin fyrir gæslu­v­arðhaldskrafa héraðssak­sókn­ara en als óvíst er hvort dóm­ari kveði upp úr­sk­urð sinn í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -