Laugardagur 27. apríl, 2024
8.8 C
Reykjavik

Bálsýnir – Ný smáskífa með rapp dúettinum Eldmóðir væntanleg á fimmtudag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapp dúettinn Eldmóðir gefur út sína fyrstu plötu á Spotify, 25. maí næstkomandi.

Smáskífan sem ber nafnið Bálsýnir inniheldur fimm lög og tekur hlustandann um víðan völl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá dúettinum gefur til að mynda lagið Há ljós, lág ljós bassamikla slökun sem tilvalin er fyrir sunnudagsrúntinn, Sáratugur aftur á móti er trommuþungt og uppfullt af angurværri sjálfsvorkunn. Síðar upplifir hlustandi orkumiklar og ógnvekjandi elektrónískar galdrasæringar í laginu Hermd‘ eftir mér þar sem Dr. Vigdís Vala kemur inn sem gestur með myrkri galdraþulu á hápunkti plötunnar.

Móðir af eldmóð 

Eldmóðir er skipuð Óla Hrafni Jónassyni; Holy Hrafn, og Þráni Gunnlaugi Þorsteinssyni: Thrilla GTHO.  Tónlistaráhugi þeirra sameinaði þá á framhaldsskólaárunum og hafa þeir unnið margt samhliða síðan. Í gegnum tíðina hafa þeir báðir unnið tónlist undir hinum ýmsu merkjum og tónlistageirum. Thrilla GTHO, áður kallaður Brisk, hefur komið fram á hinum ýmsu rapp plötum frá árinu 2006.  Holy Hrafn hefur verið öflugur síðastliðin áratug og er óhræddur við að tileinka sér ólíkar stefnur og strauma í tónlistarsköpun, nýjasta efnið hans, Super Shady: Fjólublátt Flauel er funkskotin smáskífa og af henni rötuðu tvö lög á vinsældarlista Rásar 2.

Að sögn þeirra einkennir sjálfbærni vinnubrögð dúettsins, Óli Hrafn sá alfarið um taktsmíði og upptökur á plötunni en Þráinn hannaði plötuumslagið. Þeir sækja sér innblástur fyrir stíl sinn í samvinnuformi bandarískra rappsveita á borð við Run the Jewels og Methodman & Redman, sem kemur meðal annars fram í því hvernig þeir halda hlustendum á tánum með því að grípa orðið af hvor öðrum jafnt og þétt í gegnum hvert lag.

Platan Bálsýnir er fyrsta verk sveitarinnar en Eldmóðir eru þó með mörg járn í eldinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -