Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

24 klukkutíma „drone yoga“ á Húsavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ARCTIC DRONE er listviðburður og allsherjarupplifun sem er innblásin af seríu viðburða um allan heim þar sem listamenn leika sér með tónlistarformið.

 

Helstu listamenn þjóðarinnar og alþjóðlegir gestir koma saman til Húsavíkur dagana 19. – 20. október og taka þátt í þessum einstaka viðburði.

Ingibjörg Stefánsdóttir hjá Yoga Shala sem er ein fremsta Yoga stöð landsins mun sjá um Yoga dagskrá. Spunnið verður í kringum drunur (drone) í 24 klukkutíma án þess að tónninn slitni, tónlistin er mótuð með röddum, hljóðfærum og sköpuð í tíma og rúmi stundarinnar.

Bilið milli listamanna og áhorfanda er minna en á hefðbundum tónlistarviðburðum.

Viðburðurinn er haldinn dagana 19. og 20. október.

Hvað er drone/drunur?

Drone er tónlistarstíll sem er byggður á löngum viðvarandi nótum með litlum breytingum. Drone hafa þekkst í þjóðlagatónlist til þúsunda ára um allan heim. Búddamunkar í Tíbet nota svokallað “tonal chanting”

- Auglýsing -

Dagskráin er sko alls ekki af verri endanum en fram koma: Julianna Barwick, Melissa Auf der Maur (Hole, Smashing Pumpkins), Atli Örvarsson, Nathan Larson (A camp), , Ólöf Arnalds , Skúli Sverrisson, Bardi Johannsson (Bang Gang), Sin Fang, JFDR (Samaris), IamHelgi (Úlfur Úlfur), Borgar Magnason, Ingibjörg Stefansdóttir, Dísa, Kjartan Holm, Rauður, Arnbjörg Kristín, Rafnar, Taranga.

Sin Fang kemur fram á hátíðinni.

Tillögur að upplifun á viðburðinum: 

Slökkva á síma eða leggja hann frá sér.
Fara úr skóm og hafa klæðnað þægilegan.
Taka með teppi og finna góðan stað.
Stjórna þínum tíma á viðburðinum án þess að trufla aðra.
Prófa mismunandi staðsetningar í rýminu.
Njóta þess að slappa af hvort sem það er að loka augum eða jafnvel sofna.
Þetta snýst um hvernig þinn líkami tengist hljóðbylgjum.
Koma sér þægilega fyrir sitjandi, liggjandi eða hvernig sem þú vilt. Í liggjandi stöðu fara hljóðbylgjurnar lárétt til þín og óma inn í líkamann.
Bera virðingu fyrir öðrum á viðburðinum.

- Auglýsing -
Alti Örvarsson kemur fram á hátíðinni.

Húsavík er náttúruperla á norðurlandi. Fyrir utan stórbrotna náttúru er einnig hægt að fara í notaleg sjóböð, hvalaskoðunarferðir, skoða söfn eða nýta sér fjölmargar gönguleiðir. Flogið er beitn til Húsavíkur með flugfélaginu Erni og tekur flugið um 50 mínútur.

Nánar um hátíðina: droneyoga.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -