Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Bjóst ekki við svona miklu áhorfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nína Dagbjört hefur komið víða við og tekið þátt í hinum og þessum söngvakeppnum og sýningum. Nú var hún að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prove it, ásamt Javi Valiño og ThomDary. Einnig kom út myndband við lagið sem hefur fengið töluverða mikla athygli, eða yfir 212.000 spilanir á YouTube.

 

„Ég er alveg himinlifandi yfir því að hafa fengið svona mörg áhorf á þetta stuttum tíma, en Javi hefur verið duglegur að auglýsa lagið og myndbandið úti á Spáni og í Ameríku. Ég bjóst ekki við svona miklu áhorfi en það hafði fengið æðisleg viðbrögð og stuðning frá svo mörgum sem hafa hlustað á lagið og séð myndbandið. Upptökurnar á laginu tóku heilan dag í sal sem Sena á og við vorum með geggjað myndatökuteymi. Javi þekkir svo marga sem hann gat fengið til liðs við sig,“ segir hún.

Mikil vinna og metnaður var lagður í gerð myndbandsins. „Við höfðum einnig samband við vini okkar úr dansheiminum og enduðum með um 20-30 dansara sem stóðu sig ótrúlega vel í tökunum. Við erum þeim alveg ótrúlega þakklát.“

Javi samdi dansinn, leikstýrði allri myndbandsgerðinni og segir Nína að þetta hafi verið einfaldlega geggjuð upplifun. „Það var svo ótrúleg orka í öllum sem tóku þátt í myndbandinu og ég hefði ekki getað óskað mér að hafa betra „team“,“ segir hún og bætir við að þetta hafi allt gengið upp nákvæmlega eins og þau vildu hafa það.

Þrátt fyrir að hafa verið að senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband hefur Nína komið víða við á sínum tónlistarferli. Hún hefur tekið þátt í ýmsum söngvakeppnum og sýningum. Hún er alin upp við tónlist enda báðir foreldrar Nínu tónlistarfólk. „Foreldrarnir mínir eru án efa helsta ástæða þess að ég fór út í tónlist, þau hafa stutt mig og kennt mér allt sem ég kann í faginu enda hafa þau verið í tónlist síðan þau voru ung,“ útskýrir hún.

„Þetta hefur verið ómetanleg reynsla því tækifæri fyrir ungt fólk sem er ekki í hljómsveit eru fá.“

Nína mun útskrifast af viðskiptabraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ í haust en fyrsta árið hennar í framhaldskóla var hún í Verslunarskóla Íslands þar sem hún tók meðal annars þátt í Vælinu sem var skemmtileg reynsla, að hennar sögn.

- Auglýsing -
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Nína Dagbjört komið víða við á tónlistarferli sínum, tekið þátt í ýmsum söngvakeppnum og sýningum.

„Ári áður hafði ég þó tekið þátt í Jólastjörnunni og kom fram í sýningum Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, og er hægt að segja að boltinn hafi farið að rúlla mikið sönglega séð eftir þá reynslu. Eftir að ég flutti mig yfir í FG, tók ég þátt í söngvakeppninni Jarminu og lenti í fyrsta sæti.  Í framhaldi af því söng ég í þættinum Gettu betur fyrir hönd FG og tók síðan þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna á Akranesi.“ Hún segir að sjálfstraust hennar hafi styrkst eftir þessa reynslu og þátttöku í öllum þessum keppnum. „Þetta hefur verið ómetanleg reynsla því tækifæri fyrir ungt fólk sem er ekki í hljómsveit eru fá.“

Javi Valiño hefur búið á Íslandi síðan 2012 og vinnur bæði sem danskennari og plötusnúður. Einnig rekur hann sitt eigið plötufyrirtæki, Graffity Soul Records. Spurð hvernig leiðir þeirra lágu saman segir hún að Javi hafi fyrst séð sig í sjónvarpinu þegar hún tók þátt í söngvakeppni framhaldskólanna.

„Hann hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að vinna með sér. Þá hafði ég aldrei gefið út lag áður en þetta er fyrsta frumsamda lagið sem ég tek þátt í að vinna,“ segir hún. „Javi er rosalega skemmtilegur karakter og orkumikill enda hefur hann verið að plötusnúðast og dansa allt sitt líf. Hann kynnti mig fyrir latin-poppmúsik sem er skemmtileg og lifandi tónlist. Ég skrifaði enska textann, og Thomdary skrifaði spænska rapptextann. Thomdary býr einnig hér á Íslandi og þeir Javi hafa stundum unnið saman.“

- Auglýsing -

Samstarfið við Javi mun svo halda áfram og von er á fleiri lögum. „Vonandi getum við kýlt á nýtt lag fyrir jól,“ segir hún spennt, en markmiðið er að semja og gefa út eigin tónlist og gera sönginn að stærri part af lífi hennar. „Ég hef áhuga á alls konar tónlist og hef gaman að því að syngja mismunandi tónlist, þannig ég einblíni ekki bara á latin-popp. Ég er með marga drauma og ýmis plön en eftir útskrift stefni ég á að sækja um í Tónlistarskóla FÍH. Ég er bara rétt að byrja í tónlistinni og þið megið búast við fleiri lögum frá mér á næstunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -