Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Emilía Anna, VOGOR vol. I og Axel O & Co með ný lög

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brakandi fersk tónlist úr smiðju íslenskra listamanna.

Nýklassískt prógressíft rokk fyrir hugsandi fólk
Hljómsveitin VOGOR vol. I hefur gefið út sína fyrsta plötu, en hún heitir einfaldlega VOGOR vol. Það eru þeir Árni Þór Árnason, Lárus Sigurðsson og Ólafur Josephsson sem skipa sveitina en þeir eru einnig meðlimir sveitarinnar Stafrænn Hákon, sem hefur starfað um árabil og gefið út fjölmargar hljómplötur. Sjálfir lýsa þeir nýju plötunni sem 21. aldar nýklassísku prógressífu rokki fyrir hinn hugsandi mann. Á plötunni gætir margs konar áhrifa sem mótað hafa þá félaga eins og tónlist franska 19. aldar tónskáldsins Debussy, Sonic Youth og Cocteau Twins svo fátt eitt sé nefnt. Platan var að mestu leyti unnin í Stúdíó Vogor í Norðurmýrinni í vetur þegar Árni, Lárus og Ólafur hófu að kasta á milli sín nokkrum hörpulaglínum sem smám saman tóku á sig mynd „og urðu loks að kyndugum tónlistarbræðingi sem dansar á milli hinnar mjúku klassísku áferðar þar sem melódían er í forgrunni og nýbylgjurokks þar sem óheftum unggæðingslegum kraftinum er hleypt á skeið um lendur laganna,“ eins og þeir sjálfir orða það.

Hefðbundið kántrí í bland við fleira
Hljómsveitin Axel O & Co hefur sent frá sér plötuna There are Days. Með þessari plötu leitar sveitin inn í Texas Red Dirt Country-stílinn sem einkennt hefur lög sveitarinnar til þessa, og svo „cross over“ þar sem hefðbundið kántrí blandast öðrum stílum. Platan er nefnd eftir titillagi plötunnar og inniheldur fjögur lög. Þetta er önnur plata sveitarinnar sem er skipuð þeim Axel O (söngur), Jóhanni Ásmunds (bassi), Sigurgeiri Sigmunds (gítarar), Magnúsi Kjartans (hljómborð) og Fúsa Óttars (trommur). Gestasöngvari er Jónína G. Aradóttir og bakraddir skipa þau Drew Hall frá Texas og Hrafnhildur Víglunds. Platan var tekin upp í Stúdío Paradís í Reykjavík og að hluta í Rosewood Studios í Tyler, Texas. Pródúser var Jóhann Ásmundsson.

Sendir frá sér sitt fyrsta lag
Tónlistarkonan Emilía Anna var að senda frá sér sitt fyrsta lag en það ber heitið Aldrei snert mig. Lagið þykir grípandi og textinn skemmtilegur og greinilegt að Emilía Anna á framtíðina fyrir sér í tónlistinni, að mati Albumm. Sjálf segist Emilía vera með mörg lög í vinnslu um þessar mundir, en hún gerir allt sjálf; pródúsar, mixar og masterar. Tónleikahald sé jafnvel á næsta leiti. Það er alla vega klárt mál að við á Albumm bíðum spennt eftir meira efni frá þessari ungu og efnilegu tónlistarkonu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -