2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Innipúkinn um helgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um helgina og aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.

 

Á Innipúkanum verður einnig boðið upp á hátíðarstemningu úti, kringum tónleikastaðina en þar má búast við gömlum vinum Innipúkans eins og listamarkaðinum sívinsæla, fatamarkaði og plötusnúðum.

Eftir nokkur góð ár í Kvosinni verða hátíðarhöldin færð út á Granda, nánar tiltekið Grandagarð 8, 101 Reykjavik. Miðasala er á Tix.is.

Sjá einnig: Hægt að versla myndlist milliliðalaust á markaði Innipúkans

Lestu meira

Annað áhugavert efni