Kraftgalli í Mengi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kraftgalli, a.k.a. Arnljótur Sigurðsson, ætlar að fagna útgáfu á nýju lagi sínu Rússíbani með tónleikum í Mengi annað kvöld, laugardagskvöldið 7. september klukkan 21.

Kraftgalli ætlar að spila nýja lagið og kynna í leiðinni tvær væntanlegar útgáfur. Annars vegar bókina Trítladansinn sem kemur út hjá Print & Friends Verlag í haust. Í henni kafar Kraftgalli dýpra í menningu trítlanna með 24 síðna bók með teikningum af  frumsömdum danssporum sem kynnt verða á tónleikunum.

Lagið Trítladansinn mun fylgja bókinni og verður það flutt á tónleikunum. Þá mun Kraftgalli spila efni af nýrri plötu sem að er stefnt að komi út fyrir jól.

Húsið opnar klukkan 20.30, tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð er 2.000 krónur.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira