Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Margt spennandi fram undan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Silja Rós fjallar um óvissuna og spennuna sem fylgir því þegar sambönd myndast.

„All I Wanna var eitt af þessum lögum sem kom auðveldlega til mín. Ég settist niður við píanóið mitt og ýtti á „record“ á símanum. Það má segja að þetta lag sé „one take wonder“ lagasmíðalega séð þar sem ég þurfti ekki að laga mikið eftir á, bara fínpússa textann,“ segir leik- og tónlistarkonan Silja Rós um lagið All I Wanna, sem hún sendi nýverið frá sér. Lagið fjallar um það þegar sambönd myndast og óvissuna og spennuna sem því fylgir.

Anton Ísak sá um að „pródúsa“ lagið, mixa og mastera. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Silja Rós og Anton vinna saman en þau gáfu út lagið More of you árið 2018 undir nafninu Future Lion.

Undanfarna mánuði hefur Silja Rós verið að vinna að sinni annarri plötu, Stay Still með „próduserunum“ Whyrun og Slaema í Studio FortyThree. Stefnt er að því að fyrstu lög plötunnar komi út í ársbyrjun 2020. Platan verður í „RnB soul“-stíl líkt og lagið All I Wanna.

„Það er margt spennandi fram undan, bæði í tónlistinni og leiklistinni,“ segir Silja Rós. „Fyrsta íslenska bíómyndin sem ég leik í mun koma út á árinu, auk stuttmyndarinnar Mud sem ég skrifaði, framleiddi og lék í ásamt Björk Guðmundsdóttur og Júlíönu Liborius. Ég hef góða tilfinningu fyrir árinu 2020.“ Hægt er að hlusta á lagið á Albumm.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -