2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Múlinn með fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá

Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikaröð á miðvikudagskvöldum á Björtuloftum í Hörpu í vetur. Alls verða 14 tónleikar í tónleikaröðinni og er dagskráin, sem þykir vera fjölbreytt og metnaðarfull, gott dæmi um þá grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf.

Múlinn er á sínu 23. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT-sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikar Múlans fara fram á miðvikudagskvöldum á Björtuloftum sem er á 5. hæð Hörpu, og er almennt miðaverð 2.500 krónur en 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á harpa.is og tix.is.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni