2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tónleikar í Kanada og nýtt myndband

Hljómsveitin Warmland er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir, en hún var að senda frá sér myndband við lag sitt Blue Space sem er leikstýrt af Bernhard Kristni og meðlimum sveitarinnar.

 

Warmland, sem er skipuð reynsluboltunum Arnari Guðjónssyni (Leaves) og Hrafni Thoroddsen, vakti mikla lukku á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fór fram á dögunum og nú er hljómsveitin stödd í Montreal í Kanada þar sem hún kemur fram í kvöld. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Instagram-reikningi hennar, #Warmlandofficial, en hún er ansi dugleg við að deila myndböndum af ævintýrum sínum. Hægt er að skoða myndbandið við Blue Space á albumm.is.

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni