2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ær, lamb og tvær endur eftirlýst á Suðurnesjum

Lögreglustjórnn á Suðurnesjum lýsir eftir ær, lambi og tveimur öndum. Við leitum að móður og barni sem eru í stroki,” segir á Facebook Lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Þau struku frá Grófinni og sáust síðast við Heiðarholt þar sem þau voru á beit og voru alsæl á ferðinni þar.”

„Nú vantar okkur aðstoð íbúa Reykjanesbæjar við leit. Meðfylgjandi er ljósmynd af samskonar móður og barni,” skrifar lögreglustjóri og bætir við: „En svona til að taka allan vafa af þessu þá erum við semsagt að leita af rollu og lambi sem eru á ferðinni í efri byggðum Reykjanesbæjar.”

Enn og aftur bætast við verkefni hjá okkur sem við erum ekki vön að fá. En nú vantar okkur aðstoð íbúa Reykjanesbæjar…

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Mánudagur, 24. júní 2019

„Endilega verið í bandi við okkur ef það er rolla og lamb á ferðinni í garðinum hjá ykkur.”

Örfáum mínútum síðar birtist önnur tilkynning þar sem lögreglustjóri lýsir eftir pari. „Ja hérna hér, nú er eitthvað einkennilegt í gangi og spurning hvort við þurfum ekki að fara að kalla út bakvakt rannsóknardeildar,” segir í færslunni. „Nú rétt í þessu var okkur að berast tilkynning um að þessi hjón sem eru búsett í Garðinum séu horfin. Við viljum biðja íbúa í Garði að svipast um eftir þeim í garðinum hjá sér og kanna með þau.” Hér er um að ræða tvær endur.

AUGLÝSING


„Ætli það gæti við að Örkin hans Nóa sé komin í einhverja höfnina þar sem von er á rigningu næstu daga? Það á varla að fara að rigna svona mikið er það?”

Ja hérna hér, nú er eitthvað einkennilegt í gangi og spurning hvort við þurfum ekki að fara að kalla út bakvakt…

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Mánudagur, 24. júní 2019

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is