Þriðjudagur 14. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Aldraðir íbúar Hlífar á Ísafirði í sóttkví vegna Covid-19 – „Mikið áhyggjuefni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar Hlífar á Vestfjörðum hafa verið skipaðir í sóttkví eftir að Covit-smit greindist meðal íbúanna. Um er að ræða þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Ísafirði. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbirgðisstofnunar Vestjarða, segir greint smit meðal íbúa mikið áhyggjuefni.

Við vonum innilega að aðgerðir okkar núna nægi til að stoppa útbreiðsluna

Nú þegar hafa 19 íbúar Hlífar verið skipaðir í sóttkví og 58 íbúar þar að auki eru kvattir til að fara öllu með gát næstu daga. „Það er svo sannarlega mikið áhyggjuefni að upp sé komið smit enda íbúarnir allir eldra fólk. Fyrir utan hefðbundnar sóttvarnaraðgerðir er nú verið að sótthreinsa allt húsnæðið. Við erum að meta stöðuna og smitrakning í gangi. Á meðan eru allar heimsóknir bannaðar og hluti íbúanna kominn í sóttkví,“ segir Gylfi.

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Vestfirðingar hafa áður glímt við hópsmit en í fyrri bylgju Covid-19  síðasta vetur komu upp hópsmit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík og allir íbúar þess settir í sóttkví. Senda þurfti fjölmenna bakvarðasveit til að sinna störfum á heimilinu í faraldrinum. Á Bergi létust tveir heimilismenn vegna veirunnar.

Aðspurður vonast Gylfi ekki til þess að veiran nái viðlíka útbreiðslu meðal íbúanna og hún gerði í fyrri bylgjunni. Hann biður íbúa Hlífar um að fara að öllu með gát á næstunni. „Við hvetjum íbúana og í raun alla Ísfirðinga til að fara varlega næstu daga. Við vonum innilega að aðgerðir okkar núna nægi til að stoppa útbreiðsluna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -