Mánudagur 27. maí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Auður fær ekki að spila með Bubba í Hörpu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bubbi heldur tónleika í Hörpu en tónlistarmaðurinn Auður stígur ekki á svið eins og fyrr greindi frá í dag. Þetta staðfestir Bubbi sjálfur á Twitteraðgangi sínum.

 

Ásakanir um ofbeldi hafa gengið stórum undanfarnar vikur og birti tónlistarmaðurinn sjálfur yfirlýsingu á Instagram reikning sínum fyrir stuttu þar sem hann viðurkenndi að hafa gengið yfir mörk konu. Þá kom fram í yfirlýsingu Auðar að hann hefði axlað ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að fylgja leiðsögn Stígamóta og sækja sér tíma hjá sálfræðing sem samtökin mæltu með.

Auður viðurkennir að hafa farið yfir mörk: „Blindur á hvernig ég var hluti af vandanum“

Fram kom í frétt sem MANNLÍF birti fyrr í dag, að umboðsmaður Bubba, Ísólfur Haraldsson hefði sagt að Auður myndi troða upp á tónleikunum í Hörpu að fáeinum dögum liðnum en Bubbi sjálfur hefur mælt; Auður spilar ekki í Hörpu og er óvíst hvenær hann muni næst troða upp á opinberum vettvangi.

Auður sakaður um siðleysi og tvískinnung: Meint ofbeldi hans til skoðunar hjá Þjóðleikhúsinu

- Auglýsing -

Sem fyrr greindi frá hefur Þjóðleikhúsið málið til umfjöllunar, en Auður sem heitir réttu nafni Auðunn, er verktaki hjá leikhúsinu og er ábyrgur fyrir hljóðheimi leiksýningarinnar Rómeó og Júlía. Engin ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Þjóðleikhúss en ráðamenn leikhússins hafa að sögn forstöðumanns samskipta, þegar fundað vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -