Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Beið í sjónum í þrjá tíma án hlífðarklæða – Tveggja úr áhöfn Kambs enn leitað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fiskiveiðibáturinn Kambur sökk undan strönum Suðureyjar í Færeyjum í gærmorgun. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir vegna tveggja sem enn er saknað. Mennirnir eru taldir hafa verið innanborðs þegar báturinn sökk. Þeir eru 47 og 57 ára. Kringluvarpið og Rúv greina frá.

14 af 16 manna áhöfn var bjargað með þyrlu. Í fyrstu ferð þyrlunnar komust 13 manns um borð en sökum hámarksþyngdar bar þyrlan ekki fleiri. Sá sem eftir varð hélt dauðahaldi í skipið í um þrjár klukkustundir án nokkurs hlífðarklæðnaðar. Sá liggur enn á sjúkrahúsi.

Var áhöfnin sem bjargað var í gærmorgun flutt á nærliggjandi sjúkrahús. 13 af þeim 14 hafa verið útskrifaðir og komnir til síns heima, segir á Kringluvarpið þar sem haft er eftir Hanus Toftheyggj, forstjóra sjúkrahússins á Suðurey.

Sjúkrahúsið í Suðureyjum sem 14 mannanna voru fluttir á. Mynd/kvf.fo

Líkamlegt ástand mannanna er talið gott en andlega illa brugðið sökum slyssins. Var áhöfninni boðið að dvelja lengur undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks en allir að einum undanskildum, eins og áður hefur komið fram, vildu heim til fólksins þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -