• Orðrómur

Kári stígur fram með réttu leiðina í bólusetningum: „Mjög óskynsamlegt að taka ekki mark á þessu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Samkvæmt nýju líkani Íslenskrar erfðagreiningar virðist hjarðónæmi nást fyrr ef ungt fólk er bólusett á undan því eldra. Það er þveröfugt við þá stefnu sóttvarnaryfirvalda sem verið hefur fram til þessa.

Nýja líkanið var kynnt á fundi í dag. Þar komu fram niðurstöður vísindamanna á því hvaða áhrif það hefði haft ef stór hluti þjóðarinnar hefði verið kominn með fyrri bólusetningarsprautu í haust þegar þriðja bylgjan braust út.

Líkanið sýnir að það hefði strax haft áhrif og hægt á útbreiðslu faraldursins með því að rjúfa smitkeðjur, en bólusettir smita síður aðra. Engu að síður hefði brotist út stór faraldur með allt að 700 smitum.

- Auglýsing -

Líkanið sýndi einnig að hjarðónæmi mætti ná fyrr með því að byrja bólusetja ungt fólk, en ekki það elsta líkt og nú er gert. Þá væri nóg að bólusetja 55% fullorðinna til að halda smitum innan við 100.

Að bólusetja fólk handahófskennt myndi sömuleiðis skila skjótari árangri.

Líkanið miðar við þær takmarkanir sem giltu í þriðju bylgju, sem eru svipaðar þeim er nú gilda.

- Auglýsing -

Stefna stjórnvöld á að aflétta takmörkunum í lok júní þegar 75% hafa fengið fyrri sprautuna. Þá væru enn stórir hópar ungs fólks ekki búið að fá bólusetningu. Samkvæmt Páli Melsted, prófessor í tölvunarfræði, væri þá hætt við útbreiddum faraldri meðal þess hóps.

Í lok maí miðar afléttingaráætlun stjórnvalda við það að allt að 1000 manns fái að koma saman. Þá verða um 50% fullorðinna komið með fyrri skammt. Páll segir í samtalið við fréttastofu RÚV það vera misráðið: „Það þyrfti í raun og veru næstum því að klára bólusetningu til að fara í 1000 manna samkomutakmarkanir.“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vonar að stjórnvöld aðlagi afléttingaráætlun sína að þessum nýju niðurstöðum: „Ég held því fram að það skipulag hafi byggst af þeirri þekkingu sem var til staðar í heilbrigðismálaráðuneytinu, nú erum við búin að útvega þeim nýtt módel til þess að vinna eftir og ég er handviss um að þau komi til með að taka mark á því. Allt annað væri mjög óskynsamlegt.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -