Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Rebekka vill bætur frá ríkinu vegna bólusetninga: „Ég fæ grátköst, mér líður illa, ég er oft döpur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rebekka Ósk Sváfnisdóttir ætlar í mál við íslenska ríkið og krefjast þar bóta eftir bólusetningar gegn Covid-19. Hún glímir enn við miklar aukaverkanir eftir sprauturnar sem birtast meðal annars í stórfelldum röskunum á tíðarhringnun. Síðan Rebekka var bólusett hefur hún verið á stanslausum blæðingum síðan.

„Ég sjálf er núna, einu og hálfu ári seinna, á blæðingum fimmtán til tuttugu daga mánaðarins og það er búið að reyna allt til að stoppa hjá mér,“ segir Rebekka í samtali við Fréttablaðið en hún hefur talað opinskátt um hinar stanslausu blæðingar sínar. Þar að auki fór hún að grennslast fyrir um það hjá öðrum konum hvort þær væru að glíma við rugling á tíðarhringnum eftir covid-sprauturnar. Þegar hún komst að því að konurnar hér á landi væru fjölmargar sem glíma við þennan vanda stofnaði hún Facebook-hópinn Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19 og þar eru um 2000 konur meðlimir.

Sjá einnig: Rebekka Ósk verið á túr samfleytt í 48 daga: „Það er ekkert eðlilegt við þetta“

Nú hefur Rebekka ákveðið að fara í mál við ríkið og krefjast skaðabóta. „Þetta er búið að hafa veruleg áhrif á mitt líf og ég er búin að eyða fullt af peningum í lækniskostnað, lyf og lyfjagjafir og ég er ekki sátt við það,“ segir hún og fullyrðir að reynt hafi verið að þagga málið niður:
„Ég er mjög ósátt við þetta og mér finnst þeir skuldi þjóðinni að þetta komi fram og að það verði talað um þetta. Þetta hefur áhrif á líf svo margra og við höfum enga ástæðu til að vera ljúga einhverju svona, þetta er bara kjánalegt.“

Sjá einnig: Rebekka á sárum blæðingum stanslaust í 53 daga: „Ég fæ grátköst, mér líður illa, ég er oft döpur“

Í viðtali við Mannlíf ræddi Rebekka opinskátt um líðan sína og tilfiningar eftir Covid-19 bólusetningarnar.

„Tíðahringurinn hjá mér breyttist frá því að vera eðlilegur, 28 daga hringur í að ég var með blæðingar stanslaust í 53 daga og þeim fylgdu miklir verkir, þreyta og depurð. Svo kom stopp í 20 daga en svo byrjaði ég aftur og hætti eftir átta daga og er ég í stoppi núna en hef verið með verki og slen alla daga síðan tíðahringurinn breyttist,“ sagði Rebekka og bætti við:

- Auglýsing -

„Andlega hliðin var mjög góð fyrir bólusetningu og ég var líkamlega hraust og nánast aldrei veik. Raunin er ekki sú í dag. Ég fæ grátköst, mér líður illa, ég er oft döpur og ég hef enga skýringu á þessum tilfinningum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -