Mánudagur 13. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Björgólfur Thor með Covid-19 og sér fram á tækifæri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir veiktist af Covid-19. Ekki bara hann heldur öll fjölskylda hans en þau eru búsett í Lundúnum.

Frá þessu greinir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, þegar hann auglýsir bók sína Vörn gegn veitu. Í umfjölluninni ræðir Björgólfur Thor um tækifærin sem hann sér í breyttum heimi eftir Covid-19. Hann telur efnameiri ferðamenn koma til með að ferðast til Íslands eftir faraldurinn sem skilji meira eftir í hagkerfinu heldur en massatúrisminn sem var hér áður.

Björn Ingi

Hér kemur skoðun Björgólfs Thors í heild sinni sem birtist í bók Björns Inga:

„Í stuttu máli má segja að Ísland hafi notið vinsælda um allan heim vegna óspilltrar náttúru og annarra gæða svo sem hreins vatns og lítillar mengunar. Í breyttum heimi eftir COVID-19 mun sú sérstaða aðeins verða dýrmætari. Athyglisvert er að hafa í huga að náttúruhamfarir hafa áður leitt til langtímaávinnings hjá okkur enda þótt þær hafi haft í för með sér skammvinnan skell. Gott dæmi um það er gosið í Eyjafjallajökli þegar túristagos á íslenskan mælikvarða lamaði allar flugsamgöngur í hálfan mánuð milli tveggja heimsálfa, Evrópu og Ameríku. Landkynningin sem Ísland fékk í kjölfarið var ómetanleg og átti sinn þátt í þeirri gríðarlegu þenslu sem varð í ferðamennsku hér á landi á næstu árum. Nú þarf að huga að því með okkar besta fólki hvernig hægt er að endurtaka þann leik svo að Ísland komi öflugra út eftir faraldur kórónaveirunnar.

Það er vel hægt. Landslagið í ferðamennsku mun breytast í heiminum og ekki síst á Íslandi. Færri ferðamenn munu sækja landið heim, en þeir sem það gera munu eyða meira hér og skilja meira eftir sig í hagkerfinu. Þetta verða sem sagt efnameiri einstaklingar með meira ráðstöfunarfé sem gera auknar kröfur um gæði og öryggi. Slíkt er líklega gott með tilliti til smæðar þjóðarinnar og þeirrar sérstöðu sem við viljum varðveita eftir bestu getu.

Það getur ekki verið markmið okkar að laða að massatúrisma, milljónir ferðamanna sem koma hingað með lággjaldaflugfélögum og skilja lítið eftir sig. Með öðrum orðum: Þetta verður frekar spurning um gæði en magn og ætti að leiða til þess að framleiðni í ferðaþjónustu sem atvinnugrein gæti aukist enda þótt ferðamönnum fækki. Það er áhugaverð staða og felur í sér gríðarleg tækifæri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -