Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Donald Trump fastur í teiknimyndamartröð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fær á baukinn í nýju atriði úr smiðju fólksins sem hefur fært okkur 29 seríur af teiknimyndaþáttunum The Simpsons.

Atriðið heitir A Tale of Two Trumps, eða saga um Trump-ana tvo, sem er vísan í skáldsöguna A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens. Í atriðinu er Trump fastur í teiknimyndamartröð þar sem hann játar allar syndir sínar, meðal annars að hafa svikið undan skatti og haldið framhjá eiginkonum sínum.

„Þú hefur verið að láta eins og sjálfselskur siðblindingi og 64 til 67 prósent af fólki hatar þig,” segir Trump til dæmis við sig sjálfan þegar hann gerir sér grein fyrir kostum þess að koma hreint fram.

Þá er einnig sérstaklega sniðugt að sjá hvernig The Simpsons-liðar leika sér með hárgreiðslu Trumps, en atriðið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -