Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Hallast frekar að Duran Duran en Wham

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson , fjármála- og efnahagsráðherra, prýðir forsíðu nýjasta tölublað Mannlífs. Í blaðinu ræðir Bjarni meðal annars æskuna og uppvaxtarárin.

Bjarni er Garðbæingur og hefur búið þar alla tíð nema þegar hann bjó erlendis upp úr tvítugu. Handbolti og fótbolti var aðaláhugamálið á æsku- og unglingsárunum og Bjarni æfði og keppti hjá Stjörnunni. Hljómsveitirnar Wham og Duran Duran voru allsráðandi á þessum árum og er ráðherrann spurður hvort hann hafi verið Wham- eða Duran Duran-maður.

„Ég man eftir þessu; maður varð að gera upp á milli þessara tveggja hljómsveita. Ég var frekar Duran Duran-maður en ég var þó mest fyrir U2.“

Faðir Bjarna var hæstaréttarlögmaður og sat Bjarni oft á menntaskólaárunum og lærði á lögmannsskrifstofu hans. „Ég hafði svolítið drukkið það í mig að lögmannsstarfið væri spennandi sem og leyndardómar lögfræðinnar sem fylgja því að vera inni á lögmannsstofu innan um alla skjalabunkana, dómasafnið og gömlu fræðibækurnar. Það togaði dálítið í mig. Ég hóf nám í lögfræði við Háskóla Íslands eftir stúdentspróf og var dálítið óviss um hvort ég væri að velja rétt en þegar upp var staðið var ég bara mjög ánægður í náminu.“

Bjarni segist aðeins hafa tekið þátt í starfi ungra Sjálfstæðismanna í Garðabænum eftir tvítugt og var formaður um hríð. „Ég átti marga vini í Garðabænum sem tengdust starfinu auk þess sem pabbi var oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni. Ég ólst upp við það að bera út Garða, sem er málgagn Sjálfstæðismanna í Garðabæ, og gekk auk þess í götuna okkar og seldi happdrættismiða fyrir Sjálfstæðisfélagið í bænum.“

Sumir hafa sagt í gegnum árin að Bjarni hafi fæðst með silfurskeið í munninum og að hann skorti þaf af leiðandi skilning á aðstæðum þeirra sem búa að annarri reynslu.

- Auglýsing -

„Ég held að ég njóti góðs af því að hafa alist upp á hógværu og öruggu heimili. Ég gekk í gegnum sama skóla og íþróttastarf og aðrir og hef þurft að sækja árangur minn á mínum eigin forsendum. Þótt fjárhagslegt öryggi sé mikilvægt ver það ekki fólk fyrir áföllum í lífinu. Ég þekki engan sem er kominn á fullorðinsár sem ekki hefur þurft að takast á við einhverja erfiðleika. Ég hef auðvitað fundið fyrir því að fólk vísar í þennan bakgrunn minn til þess að halda því á lofti að mann skorti skilning á aðstöðu fólks. En ég hef eiginlega ekkert annað um þetta að segja en að fara fram á að ég verði dæmdur af verkum mínum. Og þegar fólk fer yfir það sem ég hef verið að beita mér fyrir, svo sem hvernig framlög til hinna ýmsu málaflokka hafa verið að þróast þann tíma sem ég hef verið hér í fjármálaráðuneytinu, þá held ég að það sjáist að við höfum lagt metnað í að gera Ísland að betra samfélagi, fyrir alla.“

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -