Föstudagur 19. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

„Ég hlýt að fara á góða staðinn þegar ég dey“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Olga Björt Þórðardóttir, útgefandi og ritstjóri bæjarmiðilsins Hafnfirðings, ljóstrar hér upp fimm staðreyndum um sjálfa sig.

 

*„Einn stór draumur minn er að enda sem háöldruð kona og listmálari í fjallakofa í einhverju vínekruhéraði á Ítalíu. Þar vil ég taka á móti skemmtilegu fólki og ætla að kappkosta að vera sjálf hraust, jákvæð og skemmtileg svo það komi sem flestir að heimsækja mig.“

*„Ég er algjört jólafrík og vil helst hlusta á jólalög frá september og fram í febrúar. Valin jólalög kalla fram góða tilfinningu tengda æskunni í Njarðvík. Ef maður lætur ekki allt áreitið sem fylgir aðventunni fara í taugarnar á sér, þá finnst mér þetta besti tími ársins. Langflest fólk verður einhvern veginn besta útgáfan af sér, faðmar, hrósar og brosir meira og brjálast úr kærleika. Þetta er líka geggjaður kósítími við kertaljós með kakó og piparkökur.“

*„Elsku tvíburabróðir minn, Kristján Ingi, er 20 mínútum yngri en ég. Það munaði bara 46 mínútum að við fæddumst hvor á sínum deginum. Við áttum það til sem börn að dreyma sama drauminn sömu nóttina og áttum marga sameiginlega vini. Mér finnst forréttindi að vera tvíburi en það er alltaf jafnskondið þegar fólk spyr okkur hvort við séum eineggja eða tvíeggja. Ég held að það sé bara eitthvað ósjálfrátt og að fólk hugsi ekki lengra.“

*„Ég er virkur blóðgjafi því fyrirmyndin faðir minn tók mig stundum með í Blóðbankann þegar hann gaf. Hann var fyrstur Íslendinga til að gefa 100 sinnum blóð árið 1992. Og ég er ekki hrædd við sprautunálar vegna þess að hann sýndi mér fram á að þetta væri ekkert mál. Ég er skáti og var í fyrstu stjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Já og svo er ég í stjórn Bindindisfélags ökumanna, Brautinni. Ég hlýt að fara á góða staðinn þegar ég dey … hahaha.“

*„Ég elska karlmenn með skegg og úfið hár. Og sem líður vel í eigin skinni, hafa húmor fyrir lífinu og eru femínistar og stoltir af því. Það er sexí! Já, ég veit um marga frábæra sem þessi skilgreining passar við.“

- Auglýsing -

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -