Laugardagur 20. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Egill um þunglyndið og COVID: Keypti frystikistu og birgði sig upp af mat

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maður festist í þráhyggjukenndum hugsunum – bak við mann er fortíð sem virkar óbærilega þung, full af eftirsjá en fyrir framan skelfing óviss framtíð. Maður týnir núinu þar sem er sagt að hamingjuna sé helst að finna. Svo hættir maður að geta sofið, vaknar á nóttinni og hinar þungu hugsanir troða sér strax fram,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður í forsíðuviðtali við Fréttablaðið um andleg veikindi sín.

Egill sagði frá því í vor að hann glímdi við kvíða og þunglyndi. Þessir vágestir höfðu lengi blundað í honum. Hann sagði þá lýsa sér í frekar lágu sjálfsmati. Honum hafi hins vegar oft tekist að breiða yfir þetta með því að vera glaður í bragði út á við.

„Þetta fór að ágerast hjá mér fyrir svona fjórum árum, en það var í fyrravor að ég upplifði alvarleg kvíðaköst,“ segir hann í Fréttablaðinu og lýsti því hvernig hann tekst á við þetta ástand.

„Lyf hjálpa, hugleiðsla, tímar hjá sálfræðingum, göngutúrar við sjóinn. En þetta er lúmskt og læðist aftan að manni þegar minnst varir,“ segir Egill.

Húskarl hjá Zuckerberg

Henn hefur um árabil verið með pistla á Eyjunni en sá samningur virðist hafa runnið sitt skeið á enda ef marka má að hann hefur að eigin sögn engan vettvang til að skrifa á nema Facebook þar sem hann skrifi óþarflega mikið.  „…En mér er illa við að vera húskarl hjá Zuckerberg,“ skrifar Egill. .

Agli líður bærilega á þessarri stundu. Hann segir í viðtalinu að COVID-faraldurinn og áhrif hans hafi vissulega áhrif á geðheilbrigði sitt.

- Auglýsing -

„Mér finnst sjálfsagt að tala um þetta. Samt er ég ekki maður sem er gjarn á að bera tilfinningar sínar á torg, er líklega frekar dulur og ekkert sérlega hreinskilinn. En af hverju ætti það að vera feimnismál? Ég er bara svona. Ég hef neyðst til að horfast í augu við það síðustu misserin – held ég hafi um tíma leitað skjóls undan kvíðanum og þunglyndinu í alltof mikilli vinnu. Fannst um tíma eins og hún væri upphaf og endir alls – og að maður þyrfti helst stöðugt að vera að og í sviðsljósinu. Mætti aldrei missa úr þátt. En lykillinn að nokkuð stöðugri lífshamingju er ekki þar.“

Sankaði að sér lyfjum

Óttinn við faraldurinn varð til þess að Egill gerði ráðstafanir til þess að geta einangrað sig fullkomlega ef þyrfti.

„Í febrúar keypti ég frystikistu í fyrsta sinn á ævinni og við birgðum okkur upp af mat og lyfjum. Það var í fyrsta sinn sem ég hef búið mig undir að loka mig af. Sem betur fer reyndist pestin ekki jafn skæð og til dæmis Spænska veikin, en maður þarf samt að beita öllum ráðum til að smitast ekki,“ segir hann í viðtalinu við Fréttablaðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -