Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

17 ára stelpa dæmd í fangelsi, ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir hrottalegt morð á geðlækni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

17 ára stelpa hefur verið dæmd, ásamt tveimur mönnum í samtals 84 ára fangelsi fyrir hrottalegt morð á geðlækni í Bretlandi.

Dionne Timms-Williams var aðeins sextán ára þegar hún, ásamt Jason Edwards, 25 ára og Lee Strickland, 36 ára, réðust á Dr. Gary Jenkis og urðu honum að bana.

Dr. Jenkis var 54 ára, tveggja barna faðir en talið er víst að árásin hafi átt sér stað vegna kynhneigðar Jenkis en hann var tvíkynhneigður.

Morðið náðist á öryggismyndaél en þar sést hin sextán ára Dionne hlæja á meðan hún lét höggin dynja á fórnalambinu.

Louis Williams varð vitni af hryllingnum og reyndi að koma lækninum til bjargar en það var orðið um seinan. Hann lýsir Dionne sem „illri og satanískri“. Hann sagði frá því í dómsal að hann væri haldinn miklu samviskubiti: „Hefði ég átt að slást betur?,“ sagði hann í vitnastúku.

Árásin átti sér stað í almenningsgarði snemma morguns og eru þreminningarnir sagðir hafa beðið þar eftir tækifæri til að ráðast á einhvern og ræna. Einn árásarmannana sást í öryggismyndavél reyna að kaupa sér viskí með stolnu kreditkorti læknisins, aðeins átta mínútum eftir árásina.

- Auglýsing -

Dionne gaf lögreglu yfirlýsingu þar sem hún sagðist hafa verið neydd í að taka þátt í verknaðinum og hafi óttast líf sitt. „Ég hélt að ef ég gerði ekki það sem hann sagði mér að gera þá myndi ég deyja,“ sagði hún.

Árásarmennirnir þrír játuðu á sig manndráp af gáleysi, rán og líkamsárás. Þau voru þó öll þrjú fundin sek um morð.

Dómarinn í málinu sagði árásina hafa verið hatursglæp gegn samkynhneigðum en garðurinn er þekktur samkomustaður samkynhneigðra karlmanna.

- Auglýsing -

Mennirnir tveir fengu báðir lífstíðardóm með möguleika á reynslulausn eftir 33 ár. Dionne fékk lífstíðardóm með möguleika á reynslulausn eftir 18 ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -