Þriðjudagur 27. september, 2022
5.8 C
Reykjavik

Barn lést eftir að hafa synt í Nebraska ánni – Fékk sýkingu úr vatninu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Barn lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum eftir að hafa synt í Nebraska ánni tíu dögum áður. Að sögn heilbrigðisfulltrúa, á blaðamannafundi í gær, er líklegasta orsök andlátsins sýking af Naegleria fowleri. Naegleria fowleri, eða ameba, er einfruma lífvera sem lifir í jarðvegi og heitu fersku vatni, svo sem vötnum, ám og hverum. Ameban er yfirleitt kölluð heilaetandi amöba vegna þess að hún getur valdið heilasýkingu, þegar vatn sem inniheldur amöbuna, fer upp í nefið. Sýkingar eru afar sjaldgæfar, en stór meirihluti þeirra sem sýkjast, deyja af völdum hennar.

Barnið, sem ekki hefur verið nefnt á nafn, hafði synt í Elkhorn River í austurhluta Nebraska 8. ágúst síðastliðinn en aðeins fimm dögum síðar komu einkenni í ljós. Innan við 48 klukkustundum síðar var barnið komið á sjúkrahús, þar sem það lést tíu dögum síðar. „Við getum aðeins ímyndað okkur hvað fjölskyldan hlýtur að finna fyrir og við sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Dr Huse í yfirlýsingu. Þá sagði hann almenning getað heiðrað minningu barnsins með því að fræðast um áhættuna sem fylgir því að synda í ám sem þessum. Í framhaldinu væri hægt að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir smit. Ekki er hægt að smitast með því að gleypa vatn en hvatti Dr. Huse til þess af fólk noti neftappa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -