Fólk sem kom til að njóta þjóðarhátíðadags Bandaríkjanna á South Parade eyju í Texas í gær lenti í mikilli hættu.
Ótrúlegt myndband af hákarlaárás í Texas gengur nú um netið og sýnir myndbandið konu sem fossblæddi eftir árásina en að sögn lögreglumanna á eyjunni voru tveir einstaklingar bitnir og þurfti að fljúga með annan þeirra á sjúkrahús með þyrlu. Engar frekari upplýsingar hafa borist um líðan þeirra.
Upphaflega var talið að um fjóra hákarla væri að ræða en eftir að hafa talað við vitni og skoðað myndbönd af atvikinu telja yfirvöld að um einn hákarl hafi verið að ræða og hann verið um það bil 180 sentimetra langur.
Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér