Föstudagur 29. september, 2023
7.1 C
Reykjavik

Evrópska Geimferðastofnunin rekur upp herör gegn skítugum nærbuxum á tunglinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nú þegar fyrirhugaðar, mannaðar ferðir til tunglsins eru aftur á dagskrá í fyrsta sinn í yfir 50 ár þarf að huga að ýmsu eins og nýrri línu geimbúninga sem þurfa að þola erfiðar aðstæður.

Evrópska Geimferðastofnunin, ESA, hefur sett á laggirnar verkefni sem snýr að því að meta og velja heppileg efni til að fóðra geimbúninga með að innan. Einn liður í því er það sem hefur hlotið heitið BACTeRMA en þar er tekist á við það hvernig er hægt að koma í veg fyrir fjölgun örvera í fóðrinu.

„Ímyndaðu þér að halda nærbuxunum þínum hreinum; það er frekar auðvelt dags daglega þökk sé þvottaefnis, þvottavélum og þurrkurum,“ útskýrir Malgorzata Holynska sem er verkfræðingur fyrir ESA. „En í híbýlum á tunglinu eða þaðan af lengra í burtu verður það að þrífa reglulega innan úr geimbúningunum varla mjög hagkvæmt.“

„Þar fyrir utan má gera ráð fyrir að geimfararnir muni deila geimbúningum og þeir svo hafðir í geymslu til langs tíma á milli notkunar, mögulega í kjöraðstæðum fyrir örverur. Þess í stað verðum við að finna aðrar lausnir til að komast hjá því að örverur fjölgi sér.“

Þar sem hefðbundnari efni sem þjóna þessu tilgangi eins og silfur og kopar geta valdið ertingi og gætu rýrnað með tímanum er litið til þess að nota efni sem örverur búa til náttúrulega til þess að verja sig keppinautum og umhverfisáhrifum með þeim hætti að efnið inni í búningunum er litað með efninu.

NASA verkefið Artemis III verður fyrsta mannaða ferðin til tunglisns síðan 1972 og er fyrirhugað að það muni taka alls 30 daga. Það virðist í sjálfu sér ekki svo langur tími þangað til maður veltir því fyrir sér að þurfa að vera í sömu nærbuxunum allan tímann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -