Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
-0.9 C
Reykjavik

Hamas gerir árás: Minnst ein látin og 15 særðir eftir 3 klukkustunda eldflaugaregn í Ísrael

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelsher hefur lýst yfir hættuástandi vegna yfirvofandi stríðs eftir að Hamasliðar lýstu yfir ábyrgð á hrinu eldflauga sem skotið var á Ísrael nú í morgun og hvöttu jafnframt til aðgerða. Minnst ein kona er látin og 15 særðir eftir árásirnar.

Eldflaugaárásirnar eru sagðar hafa staðið yfir í um þrjá tíma eftir að fyrstu flaugarnar lentu á skotmörkum sínum klukkan hálf fjögur í nótt.

Varnarlið Ísraelsmanna, IDF, staðfestir þetta.

Efni af samfélagsmiðlum sýnir vopnaða menn á pallbílum aka um götur í Ísrael en sjaldgæft er að skæruliðar brjóti sér leið í gegnum um víggirðingar Ísraelsmanna.

Í tilkynningu segir einn stríðsleiðtoga Hamas, Muhammad Al-Deif, Ef þú átt byssu, sæktu hana. Nú er tíminn til að nota hana – grípið til trukka, bíla og axa því í dag hefst hinir æruverðugustu sögulegu tímar

Hann kallaði aðgerðirnar Al-Aqsa Storminn og bætti við að Hamas hefði 5000 eldflaugum beint að flugvöllum og hernaðarlega mikilvægum skotmörkum og árásirnar væru andsvar þeirra vegna árása á konur, vanhelgun Al-Aqsa moskunnar í Jerúsalem og viðvarandi umsátri Ísraelsmanna um Gazasvæðið.

- Auglýsing -

Isaac Herzog, forseti Ísrael, lýsti ástandinu sem erfiðu á samfélagsmiðlinum X og sendi herliði landsins, viðbragðsaðilum og íbúum hvatningu sína og styrk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -