Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Faðir hinnar níu ára Oliviu sendi frá sér yfirlýsingu: „Dauði hennar má ekki vera til einskis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Faðir hinnar níu ára gömlu Oliviu Pratt-Korbel sem skotin var til bana á heimili sínu í Liverpool, minntist hennar nýlega en hann sagði hana „mjög bjartan neista sem elskaði að hlæja“.

Olivia lést af skotsárum eftir að móðir hennar reyndi að stöðva inngöngu byssumanns er hann elti annan mann inn á heimili þeirra mæðgna í Liverpool að kvöldi dags þann 22. ágúst síðastliðinn.

Sjá einnig: Morðingi Olivu litlu mögulega fundinn – Lögreglan handtók 36 ára mann eftir vopnaða aðgerð

Faðir hennar, John Francis Pratt segir að dauði hennar megi ekki vera til einskis um leið og hann hvetur fólk að koma fram með upplýsingar. Lögreglan handtók 34 ára karlmann, grunaðan um morðið á sunnudaginn. Er hann enn í gæsluvarðhaldi.

Lögreglan í Merseyside-hverfinu fékk 36 klukkustundir til viðbótar á mánudagskvöld, til að halda áfram yfirheyrslu yfir þeim grunaða en hann var einnig handtekinn vegna gruns um morðtilraun. Þá gilti framlengingin einnig um yfirheyrslur yfir tvo aðra karlmenn, 29 ára og 41 en þeir eru taldir hafa aðstoðað hinn grunaða. Einnig er enn verið að yfirheyra fjórða manninn sem einnig er grunaður um að aðstoða þann grunaða.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Oliviu, sagði faðir hennar: „Orð geta ekki lýst þeim sársauka sem við finnum eftir að Olivia var svo grimmilega tekin frá okkur. Þeir sem bera ábyrgð á því verða að skilja hvað þeir gerðu.“ Lýsti hann dóttur sinni sem „mjög bjartan neista sem vissi vel hvað hún vildi“ og að hún hafi „elskað að hlæja og fá aðra til að hlæja“.

- Auglýsing -

„Hún gat verið mikill stríðnispúki og hún elskaði að stríða frænkum sínum, sérstaklega þeim sem eru eldri en hún,“ sagði hann ennfremur og bætti við: „Og ef þær tóku því illa, hló hún bara og sagði „ekki gleyma að ég er litla frænka ykkar“.“

Faðir Oliviu þakkaði þeim sem hafa lagt lögreglunni lið í rannsókn málsins en biðlaði til almennings að ef einhver er með frekari upplýsingar um málið, að koma þeim til lögreglunnar.

„Við vitum að flest fólk í Merseyside er góðhjartað fólk og við þurfum öll að hjálpast að,“ sagði hann aukreitis í yfirlýsingunni og bætti við: „Við viljum ekki að annað barn láti lífið í svo hrikalegum aðstæðum og við viljum ekki sjá aðra fjölskyldu þjást eins og við erum að þjást núna. Dauði Oliviu má ekki vera til einskis og við viljum hjálpa fólki að finnast það öruggt og tryggja öryggi þeirra. Það getur aðeins gerst ef við stöndum saman og tryggjum það að götur okkar og samfélag er laust við byssur og fólk sem notar byssur.“

- Auglýsing -

Jarðarför Oliviu fer fram þann 15. september í St. Margaret Mary´s kirkjunni í Dovecot. Fjölskylda hennar hefur beðið fólk að mæta í einhverju bleiku í jarðarförina.

BBC sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -