Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Fjórtán ára móðir lét lífið eftir TikTok áskorun – Söfnun sett af stað fyrir kornunga dóttur hennar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex bandarísk ungmenni á aldrinum 14 til 19 ára lentu í alvarlegu bílslysi á stolnum bíl. Talið er að þau hafi verið að fylgja æði sem gengur yfir samfélagsmiðilinn TikTok. Snýst það um að brjótast inn í Kia og Hyundai bíla með hleðslusnúru og setja þá í gang, þetta er kallað „Kia challenge“ eða Kia áskorunin.

Allir farþegar bílsins létu lífið, nema einn sem er þó enn í lífshættu. Yngsta fórnalambið var hin fjórtán ára Ahjanae Harper en hún skilur eftir sig fimm mánaða gamla dóttur. Ahjanae lést aðeins nokkrum dögum fyrir fimmtán ára afmælið sitt. Frænka hennar hefur sett af stað söfnun til að styrkja fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Mynd frá slysstað. Mynd: Mirror

Ökumaður bílsins er sá eini sem lifði slysið af en hann er aðeins sextán ára. Hann hefur verið ákærður og á að mæta fyrir dómi þann 15.nóvember. Drengurinn er þó í dái á spítala og enn talinn vera í lífshættu.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa tekið eftir mikilli aukningu á málum sem snúa að stolnum Kia og Hyundai bifreiðum eftir að áskorunin varð vinsæl. Ekki er þetta í fyrsta skiptið sem misgáfulegar tískubylgjur verða til á TikTok en mörg andlát barna og unglinga hafa verið tengd við miðilinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -