Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Jürgen Klopp hættir hjá Liverpool: „Ég er að verða orkulaus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þýski knattspyrnuþjálfarinn Jürgen Klopp hættir með Liverpool.

Ein óvæntustu knattspyrnufréttir tímabilsins voru tilkynntar fyrir stuttu en knattspyrnuliðið Liverpool sendi frá sér tilkynningu um að Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, hafi ákveðið að hætta þjálfun liðsins í lok tímabilsins. Þessi ákvörðun hefur komið mörgum stuðningsmönnum Liverpool í opna skjöldu en Klopp er gífurlega vinsæll hjá þeim. Undir hans stjórn hefur liðið unnið sjö titla, þar á meðal Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina.

Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp um ástæðurnar bak við ákvörðun hans.

„Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun.“

„Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandamál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði sá þýski um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -