Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Karl III ferðast um með bangsa úr barnæsku: „Það sem hann gekk í gegnum þar er alveg skelfilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl III Bretlandskonungur ferðast með bangsa sem hann hefur átt síðan í barnæsku.

Í viðtali við Rachel Smith hjá ET, útskýrir Christopher Andersen, höfundur bókarinnar The King, hvers vegna Karl verður „einn sérvitrasti kórónuberi í sögu Stóra Bretlands.“

„Hann ferðast ennþá með bangsa sinn úr barnæsku,“ heldur Andersen fram í viðtalinu. „Hann hefur átt hann síðan hann var mjög ungur … Eina manneskjan sem hefur mátt laga og ditta að bangsanum er gamla barnfóstra hans, Mabel Anderson, en hann er enn mjög náinn henni.“

Þá heldur Andersen einnig fram að Karl III „ferðist um með sérsmíðaða klósettsetu.“ Þó að konungurinn hafi neitað því segir höfundurinn einnig að „fólk sem vinnur í höllinni, fólk sem hefur unnið fyrir hann, segja að þegar hann fari í matarboð heim til fólks, tekur hann oft með sér sinn einka kokk, svo hann geti útbúið máltíð fyrir hann sem hann borðar aukalega við borðið,“ segir Andersen og bætti við: „Hann vill það sem hann vill, þegar hann vill.“

„Mér finnst eitt fyndnasta sérkenni hans, en fjöldi kóngafólks deilir þessu með honum, þar á meðal Elísabet drottning, eru þau að honum er illa við ferkantaða ísmola,“ segir Andersen ennfremur í viðtalinu. „Þau ganga um með sérstaka ísmolabakka sem þau taka með sér hvert sem er, því þeim líkar ekki klingjandi hljóðið sem kemur frá þeim.“

Hrikaleg æska Karls

- Auglýsing -

Þá segir rithöfundurinn aukreitist að Karl III sé „mjög skapstór.“

„Hann hefur eldgosaskap, í raun. Hann er mjög fær um að fá brjálæðisköst.“

Segir Andersen ástæðuna fyrir skapstyggð hins nýkrýnda konungs vera uppeldið sem hann fékk hjá foreldrum sínum.

- Auglýsing -

„Það er svo margt í fari Karls sem hægt er að rekja aftur til barnæsku hans, sem var skelfilega einmannaleg. Hann hefur lýst móður sinni sem kaldri og fjarlægri og að faðir sinn, Filippus prins, hafi verið hrotta sem ógnaði honum, grætti hann fyrir framan annað fólk og níddist á honum líkamlega. Ég held að það útskýri ansi margt að Karl eyddi aðeins fimmtán mínútum á dag með foreldrum sínum. Þegar hann fór í hálskirtlatöku, þegar hann fékk mjög slæma flensu, þegar hann féll í stiga og öklabrotnaði og þegar hann fór í bráðauppskurð vegna botnlangabólgu þegar hann var 13 ára, heimsóttu hvorugir foreldrar hans á sjúkrahúsið.“

Seinna var Karl III sendur í heimavistaskóla í Skotlandi. Hefur konungurinn lýst þeirri dvöl sem „hreinu helvíti.“

„Það sem hann gekk í gegnum þar er í raun alveg skelfilegt. Sem drengur, sem ungur maður, var hann ítrekað laminn af eldri nemendum, þeir hengdu hann upp nakinn í sturtunni þar sem hann var spreyjaður með köldu vatni og skilinn þar eftir. Hann var sleginn og hent í jörðina,“ segir Andersen. „Hann grátbað foreldra sína í bréfum, um að taka hann úr skólanum … Í dag myndi það sem hann gekk í gegnum teljast til barnaníðs hreinlega en samt sem áður lokuðu foreldrarnir augum sínum fyrir þessu. Ég held að það hafi valdið gríðarlegri gremju gagnvart þeim.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -