Ökumaður Teslu keyrði óvart í út í sjóinn í Osló.
Bjarga þurfti ökumanni og farþega úr ísköldum sjó í Osló í vikunni eftir að ökmaður Teslu-bíls keyrði fyrir slysini út í sjóinn en samkvæmt sjónarvottum ætlaði bílstjórinn að leggja bílnum við höfnina, til að horfa á sólarlagið, en steig óvart á „bensíngjöfina“
Sem betur fer fyrir ökumanninn og farþegann þurftu þeir ekki að bíða lengi í sjónum eftir björgun en nærliggjandi gufuskip bjargaði þeim. Gufuskip þetta er í raun lítill prammi sem býður farþegum sínum upp á þann möguleika á að fara í gufubað á prammanum. „Ég held að fólki geti ekki verið í þessum sjó í meira en fimm mínútur, sérstaklega í fötum,“ sagði Vladislav Nikiforov sem var vitni að atvikinu.
„Þau björguðu lífi okkar,“ sagði ökumaðurinn í viðtal við norska blaðið VG. Eftir að fólkinu var bjargað var Tesla hífð upp á land.
Hægt er að horfa á upptöku af atvikinu hér.