Þriðjudagur 16. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Keyrði Teslu óvart út í sjóinn: „Þau björguðu lífi okkar“ – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ökumaður Teslu keyrði óvart í út í sjóinn í Osló.

Bjarga þurfti ökumanni og farþega úr ísköldum sjó í Osló í vikunni eftir að ökmaður Teslu-bíls keyrði fyrir slysini út í sjóinn en samkvæmt sjónarvottum ætlaði bílstjórinn að leggja bílnum við höfnina, til að horfa á sólarlagið, en steig óvart á „bensíngjöfina“

Sem betur fer fyrir ökumanninn og farþegann þurftu þeir ekki að bíða lengi í sjónum eftir björgun en nærliggjandi gufuskip bjargaði þeim. Gufuskip þetta er í raun lítill prammi sem býður farþegum sínum upp á þann möguleika á að fara í gufubað á prammanum. „Ég held að fólki geti ekki verið í þessum sjó í meira en fimm mínútur, sérstaklega í fötum,“ sagði Vladislav Nikiforov sem var vitni að atvikinu. 

„Þau björguðu lífi okkar,“ sagði ökumaðurinn í viðtal við norska blaðið VG. Eftir að fólkinu var bjargað var Tesla hífð upp á land.

Hægt er að horfa á upptöku af atvikinu hér.

Oslo fjord

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -