Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Leitin að leikaranum Julian Sands heldur áfram – Sjálfboðaliðar hafa leitað í 500 klukkustundir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leitin að hinum breska leikara Julian Sands hélt áfram síðasta laugardag, mánuðum eftir að hann týndist í fjallgöngu á Suður Kaliforníu-fjöllum, samkvæmt lögreglustjóra San Bernandino-sýslu.

Tilkynning um hvarf Sands barst frá fjölskyldu hans þann 13. janúar en hann hafði farið í göngu á San Gabriel-fjöllunum, rétt fyrir utan Los Angeles-borg. Afar snjóþungt var á svæðinu er hann týndist og vindur mikill og kalt úti en lögreglan sagði á sínum tíma að aðstæður til göngu þar væru „óhagstæðar og stórhættulegar“.

Meira en 80 björgunarsveitarmenn, sjálfboðaliðar, lögreglumenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni en enn hefur hún ekki borið árangur.

Þá voru einnig notaðar tvær þyrlur og flygildi, til að leita á afskekktum svæðum í fjöllunum, þar sem óaðgengilegt er fyrir fólk á jörðu niðri.

„Þrátt fyrir hlýnandi veður að undanförnu eru hlutar fjallsins óaðgengilegir vegna mikilla alpaaðstæðna,“ sagði í tilkynningu frá lögreglustöðinni í San Bernardino-sýslu er tilkynnt var um framhald leitarinnar.

Mörg svæði eru afar brött og innihalda gil þar sem þriggja metra hár snjór og klaki liggur, að sögn lögreglunnar.

- Auglýsing -

Lögreglustöðin hefur fram að þessu framkvæmt átta leitir á jörðu niðri og í lofti að Sands, þar sem sjálfboðaliðar skráðu sig inn í meira en 500 klukkustundir í viðleitni sinni til leitarinnar.

Samkvæmt lögreglunni er mannshvarfsmál Sands enn í gildi og verður haldið áfram að leita að honum en í takmörkuðu umfangi.

Annar göngumaður, Bob Gregory, frá Hawthorne, Kaliforníu týndist á sama svæði á svipuðum tíma og leikarinn en lík hans fannst í febrúar.

- Auglýsing -

Sands fæddist í Englandi en hefur dvalið í Norður-Hollywood en hann hefur komið fram í fjöldi sjónvarpsþátta og kvikmynda, frá níunda áratug síðustu aldar. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sín í myndum á borð við A Room With a View, Leaving Las Vegas og að ógleymdri köngulóahrollvekjunni Arachnophobia.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -