Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Lögreglan í skotbardaga við eftirlýstan hjólareiðamann – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skothríð lögreglu náðist á upptöku.

Lögreglumenn í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum skutu mörgum skotum á hjólreiðamann og náðist það á upptöku. Atvikið átti sér stað fyrr í þessari viku. Ástæða viðbragða lögreglu var að hjólreiðamaðurinn var eftirlýstur fyrir að hafa skotið annan mann að ástæðulausu fyrir framan grunnskóla skömmu áður.

Hinn 38 ára Savell Hightower var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglu en enginn særðist í þeim bardaga en maðurinn sem Hightower skaut hlaut ekki lífshættulega áverka af skotunum. Lögreglan hafði upp á Hightower þegar hann var að hjóla af vettvangi og hófst þá skothríð milli hans og lögreglu. Á upptöku af atvikinu sjást lögreglumenn skjóta á Hightower en óljóst er af upptökunni hvort hann hafi svarað fyrir sig en lögreglan fullyrðir að hann hafi skotið á lögreglumennina.

Hann hefur verið ákærður fyrir ýmis brot þar á meðal tilraun til morðs.

Hægt er að horfa á upptöku af atvikinu hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -