Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Nasa kynnir áhöfnina sem fer í fyrstu tunglferðina í 50 ár – Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríska geimvísindastofnunin, Nasa, hefur nú tilkynnt hvaða fjórir geimfarar verða þess heiðurs aðnjótandi að fara í tunglleiðangur, þann fyrsta í 50 ár. 

Samkvæmt BBC er Christina Koch fyrsti kvenkyns geimfarinn sem fer í tunglleiðangur og Victor Glover verður fyrsti svarti geimfarinn í slíkri ferð.

Með þeim fara Reid Wiseman og Jeremy Hansen en hópurinn mun fljúga í kringum tunglið seint á næsta árið eða snemma árs 2025. Geimfararnir munu ekki lenda á tunglinu, en verkefni þeirra mun ryðja brautina fyrir lendingu næsta hóps geimfara.

Áhöfnin

Geimfararnir, en þrír þeirra eru Bandarískir og einn þeirra Kanadískur, voru kynntir almenningi með athöfn í Houston, Texas. Munu þau nú hefja gríðarmiklar æfingar til að gera sig tilbúin fyrir ferðina.

Fram kemur í frétt BBC að með því að velja konu í ferðina, sem og dökkan mann er Nasa að standa við loforð sitt um meiri fjölbreytileika í verkefnum sínum. Áhafnir allra fyrri tunglferða innihélt hvíta karlmenn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -